Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2014 | 10:20

Afmæliskylfingur dagsins: Liebelei Elena Lawrence – 28. mars 2014

Afmæliskylfingur dagsins  er  grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 28 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul.  Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET).

Liebelei Lawrence

Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee á golfstyrk, þar sem hún spilaði golf í 4 ár (2004-2008). Öll árin var hún „Letter Winner“ og spilaði á 2. „teem All-Sec“ á lokaári sínu í háskóla.

Hún varð í 19. sæti á lokaúrtökumóti LET, sem fram fór á La Manga golfvellinum á Spáni, í desember 2010.

Liebelei er sú fyrsta á LET til að keppa f.h. Grikklands og koma frá Lúxembourg, en hún er með tvöfalt ríkisfang, þ.e. hún er grískur og bandarískur ríkisborgari, en býr í Lúxembourg.

Meðal áhugamála Liebelei eru skokk. skíði, yoga, pilates, að lesa og ferðast.

Hún talar reiprennandi 5 tungumál: grísku, ensku, lúxembúrgísku, frönsku og þýsku.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Ray, 28. mars 1872 – d. 26. ágúst 1943;  Scott Langle, 28. mars 1989 (25 ára)

 … og …

F. 28. mars 1977 (37 ára)Axel Óli Ægisson

F. 28. mars 1976 (38 ára)

Áslaug Auður Guðmundsdóttir

F. 28. mars 1972 (42 ára)

Jónas Þórir Þórisson

F. 28. mars 1956 (58 ára)

 

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is