Fjölgun á heimsóknum erlendra kylfinga á íslenska golfvelli
Á golfvef GSÍ golf.is mátti í gær lesa grein um mikla fjölgun erlendra kylfinga hingað til lands.
Það er í samræmi við umferðartölur á ensku og þýsku golffréttasíður Golf 1, en mikil umferð er um þær og greinilegt að erlendir kylfingar eru forvitnir hvað landið hefir upp á að bjóða golflega séð og nýta sér því upplýsingar Golf1.is óspart.
Á golf.is mátti annars lesa eftirfarandi:
„Fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum árum. Á sama tíma hefur orðið töluverð fjölgun á heimsóknum ferðmanna sem leika golf hér á landi. Talið er að auking erlendra kylfinga hafi verið a.m.k. 15% á árinu 2013 og einstakir vellir hafa notið allt að 30% aukningar.
Samtökin Golf Iceland tóku þátt í stærstu golfferðasýningu heims, IGMT, sem fram fór á Spáni í byrjun nóvember. Um 1200 manns frá um 60 löndum tók þátt í ár, seljendur golferða, kaupendur golfferða svo og fjölmiðlamenn, sem fjalla um golf.
Að sögn Magnúsar Oddssonar, starfsmanns samtakanna var komið á framfæri við kaupendur á fjölmörgum fundum upplýsingum um meðlimi samtakanna Golf Iceland, ásamt almennum upplýsingum um Ísland og golf á Íslandi. Þá var dreift efni til fjölmiðlafólks og þeim veittar upplýsingar á fundum.
Á sýningunni á Spáni voru haldnir fyrirlestar um ýmislegt sem tengist golfferðamennsku og ýmsar niðurstöður kannana birtar um ferðahegðun kylfinga, eyðslu og fleira eftir markaðssvæðum. Þar kom m.a. fram að um 10% aukning hafi verið í sölu á golferðalögum árinu 2012 samanborið við árið 2011. Þessi hluti ferðaþjónustunnar hefur vaxið mikið sérstaklega á síðustu 10 árum og nú er talið að í Evrópu velti golfferðamennska um 260 milljörðum kr. á hverju ári.“
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024