Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á 78 – Berglind á 79 fyrsta dag Bryan mótsins

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest og klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG,hófu í gær leik á Bryan National Collegiate mótinu.

Mótið fer fram á Bryan Park Champions golfvellinum í Browns Summit, Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 96 frá 19 háskólum.

Berglind lék fyrsta hring á 7 yfir pari, 79 höggum en Ólafía Þórunn var högginu betri á 6 yfir pari, 78 höggum.

Ólafía Þórunn er á 3 besta skori Wake Forest og telur það því í að koma liðinu í 14. sætið, sem það er í, sem stendur og Berglind var á 2. besta skori liðs síns, en lið hennar UNCG vermir botnssætið.

Í dag fer Ólafía Þórunn út af 14. teig en Berglind af 16. teig.  Allir eru ræstir út á sama tíma kl. 8:30 (12:30 að okkar tíma eða eftir um 1 klukkustund).

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar og Berglindar SMELLIÐ HÉR: