Kylfingurinn Babe Didrikson Zaharias – II. grein
Hér biritst að nýju ein fyrsta golfgrein greinarhöfundar (þýðing af Wikipedia), en hún birtist fyrst með góðfúslegu leyfi hennar á iGolf, fyrir rúmum 4 árum, fimmtudaginn 21. janúar 2010. Þetta er önnur greinin í röð þriggja golfgreina um einn fremsta kvenkylfing allra tíma Mildred „Babe“ Didrikson Zaharias.
Hér fer 2. greinin og sú 3. og síðasta verður birt á morgun:
Babe Didrikson fæddist 26. júní 1911. Árið 1935 hóf hún að spila golf, þá 24 ára, sem er nokkuð seint fyrir afrekskylfing, en þetta varð þó sú íþróttagrein, sem hún varð hvað frægust fyrir. Henni, sem eitt sinn var neitað um áhugamannatitil, keppti í janúar 1938 (þá 27 ára) á Los Angeles Open, sem var PGA (Professional Golfer´s Association)-mót, þar sem einungis karlar kepptu. Engin önnur kona hafði áður reynt að spila á móti körlunum á PGA-mótaröðinni og það liðu 6 áratugir, þar til Annika Sörenstam, Suzy Whaley og Michelle Wie, reyndu. Babe var á 81 og 84 höggum og náði ekki niðurskurði.
Babe lék á móti George Zaharias í PGA-mótaröðinni og þau giftust 11 mánuðum síðar og bjuggu á landareign í Flórída, sem þau keyptu 1949 á Forest Hills svæðinu í Tampa og á var golfvöllur. Eftir að Babe dó var golfvöllurinn seldur. Hann var ónotaður, en byggingaaðilar reyndu að kaupa landið undir húsnæði. Árið 1974 tók Tampa-bær golfvöllinn eignarnámi, endurhannaði hann og opnaði á ný undir nafninu Babe Zaharias-golfvöllurinn. Í dag telst hann til sögulegra minja Bandaríkjanna.
Babe var fyrsta bandaríska kvengolfstjarnan og sigraði flest mót á fimmta og framanverðum sjötta áratugnum. Eftir að hún varð áhugamaður 1942, vann hún bandarísku áhugamannameistaramót kvenna (US Women´s Amateur Golf Championship) 1946 og 1947 sem og breska áhugamannamót kvenna 1947 og varð fyrst bandarískra kvenna til að vinna það mót. Síðan vann hún 3 Western Open mót. Babe gerðist atvinnumaður í golfi 1947, hún réði ríkjum í Women´s Professional Golf Association, sem síðar varð LPGA (Ladies Professional Golf Association), en hún var einn stofnenda LPGA.
Babe vann jafnvel mót sem bar nafn hennar Babe Zaharias-mótið í Beaumont Texas. Hún vann Titleholders Championship-mótið, 1947 og Opna bandaríska kvennamótið 1948, sem voru 4. og 5. risamótin sem hún vann. Síðan vann hún 17 áhugamannamót kvenna í röð, en það er afrek sem enginn hefur jafnað til dagsins í dag, þ.á.m. Tiger Woods.
Árið 1950 hafði hún unnið alla golftitla, sem unnist gátu af konum. Alls sigraði hún á 82 mótum. Charles McGrath, blaðamaður á The New York Times skrifaði svo um Zaharias “Kannski að undanskildum Arnold Palmer hefur enginn kylfingur verið meira í uppáhaldi hjá áhorfendum.”
Jafnvel þótt Babe hafi ekki komist í gegnum niðurskurð á fyrsta ári sínu í keppnisgolfi, þá náði hún að komast í gegnum niðurskurð í hverju LPGA-móti eftir það, sem hún tók þátt í. Árið 1945 lék Babe í 3 PGA-mót-um. Hún kom inn á 76-81 höggum og náði í gegn eftir annan daginn í Los Angeles Open (en komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 3 dag, eftir að koma inn á 79 höggum), en við þetta varð hún fyrsta konan og enn þann dag í dag, eina konan í sögu golfíþráttarinnar til þess að komast í gegnum niðurskurð í PGA-móti. Hún hélt áfram að reyna að komast lengra hjá niðurskurði í PGA og henni tókst það í Phoenix Open-mótinu, þar sem hún var á 77-72-75-80 og lenti í 33. sæti. Í Tucson Open var hún á 307 höggum og varð jöfn öðrum í 42. sæti (T-42). Ólíkt öðrum konum, sem tekið hafa þátt í PGA-mótum, komst hún inn í Phoenix og Tucson mótin eftir að hafa tekið þátt í 36 holu útsláttakeppni en ekki gegnum undanþágur á vegum stuðningsaðila mótanna.
Besta ár Babe var 1950, þegar hún vann öll risamót þess tíma Opna bandaríska kvennamótið (US Open), Titleholders Championship og Western Open, auk þess sem hún var efst á peningalistanum. Það ár varð hún sá kylfingur sem fljótast náði 10 sigrum í LPGA-mótum, en þeim árangri náði hún á 20 dögum, en það met stendur enn. Babe var enn á toppi peningalistans 1951 og 1952 og sigraði á öðru Titleholders Championship-móti, en krabbamein, sem þá var farið að hrjá hana kom í veg fyrir að hún gæti að öllu leyti fylgt mótaplaninu fyrir keppnistímabilið 1952-1953. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún varð fljótust allra kylfinga að ná 20 sigrum (2 ár og 4 mánuðir).
Babe var greind með ristilskrabbamein árið 1953 og jafnvel eftir að hafa undirgengist uppskurð, kom hún aftur 1954. Hún fékk Vare bikarinn, fyrir lægsta meðaltalsskorið það ár, eina skiptið sem hún vann bikarinn og eins vann hún 10. risamótið Opna bandaríska kvennamótið (US Women´s Open championship) einum mánuði eftir krabbameinsuppskurðinn. Með þessum sigri varð hún næstelsta konan til þess að sigra í LPGA-móti (á eftir Fay Crocker). Í dag er hún þriðjaelsta konan á eftir Crocker og Sherri Steinhauer til að vinna risamót. Þessir sigrar gerðu hann að fljótasta kylfingi til að sigra í 30 skipti (5 ár og 22 daga). Til viðbótar því að taka þátt í golfmótum var hún forseti LPGA á árunum 1952-1955. Ristilskrabbamein hennar tók sig upp að nýju 1955 og takmarkaði mótaskrá hennar við þátttöku í 8 mótum, en henni tókst þrátt fyrir allt að sigra á 2 mótum, sem urðu hennar síðustu sigrar. Krabbameinið leiddi hana til dauða á John Sealy sjúkrahúsinu í Galveston. Hún var 45 ára þegar hún dó og enn meðal fremstu kvenkylfinga síns tíma. Hún og eiginmaður hennar stofnuðu Babe Zaharias sjóðinn til að styðja við krabbameinssjúkrahús. “Babe-ið” er jarðsett í Forest Lawn kirkjugarðinum í Beaumont, Texas.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024