Golfgrín á laugardegi
Nr. 1
Golf er leikur stærðfræði.
Þetta er formúlan sem hjálpar leik ykkar, SH=txF2.
Þessi formúla sýnir líkurnar á slæmu höggi (SH), en t(ölulegur) fjöldi þeirra eykst sinnum annað veldið af F (ólkinu) sem er að horfa á.
Nr. 2
Hér eru nokkrar golftilvitnanir sem hafðar eru eftir kylfingnum Dave Hill (f. 20. maí 1937 – d. 27. september 2011):
a) Golf is the hardest game in the world to play, and the easiest to cheat at.
b) The golf swing is like sex. You can’t be thinking about the mechanics of the act while you are performing.
c) My game is so bad I gotta hire three caddies. One to walk the left rough. One for the right and one for the middle. And the one in the middle doesn’t have much to do.
Dave Hill
Nr. 3
Hér er einn á ensku sem eiginlega er heldur ekki hægt að þýða:
„Mildred, shut up“ cried the golfer at his nagging wife.
„Shut up or you’ll drive me out of my mind.“
„That,“ snapped Mildred, „wouldn’t be a drive…that would be a gimme putt.“
Nr. 4
Týnda borgin
Í marga mánuði höfðu fornleifafræðingarnir verið að erfiða djúpt í Amazon frumskóginum. Þeir hjuggu m.a. klifurgróður óþreyttandi frá sér með sveðjum, og umbáru óteljandi skordýr og skriðdýr í þeirri von að nálgast Týndu borgina.
Spenningur þeirra jókst þeim varð ljós tilgangur staðarins. Um var að ræða stíga sem sveigðust, stórar flaggstangir, sem sátu í grunnum, fullkomlega hringlaga holum með nokkurra hundruð metra millibili.
Þetta hlaut að hafa verið ….. golfvöllur!
Allur efi á fundinum hvarf eins og ský frá sólu þegar fundust frumstæðar teikningar að mannverum sem notuðu frumstæð prik sem líktust járnum og pútterum.
Næsta stigið sem var tekið var að taka viðtöl við indjánaættbálka um venjur sem tengdust frumstæða golfklúbbi Týndu borgarinnar. Og jú, fljótt kom í ljós að forfeðurnir höfðu átt sér daglegt ritúal með kylfum og boltum …. þar til harmleikurinn dundi yfir.
Meðan prófessorinn horfði á hrukkóttan eldri indjána í ættbálknum hvíslaði hann að þeim sem þýddi úr íslensku yfir í indjánamálið: „Ef aðeins ég vissi af hverju þeir hættu í golfi, gleymdu því á áratugi… áður en það uppgötvaðist aftur!?“
Þýðandinn kinkaði kolli og kom spurningunni á framfæri. Gamli indjáninn var hissa, benti í átt að frumskóginum og svaraði.
„Þetta er einfalt … þeir höfðu ekki efni á flatargjöldunum.“
Nr. 5
Demaret
Jimmy Demaret (f. 24. maí 1910 – d. 28. desember 1983 – vann m.a. 31 mót á PGA Tour) var frægur fyrir hversu mikill grínisti hann var, jafnframt því að vera einn besti kylfingur síns tíma.
Hann var eitt sinn að spila við Bob Hope og er þá sagður hafa sagt: „Stutta spilið hans er frábært … því miður er það allt af teig!“
Við Johnny Carson á hann að hafa sagt um golfsveiflu hans: „Ég ég væri þú, myndi ég hvíla mig í nokkrar vikur … og hætta síðan.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024