Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 04:00

PGA: Bowditch efstur – Hápunktar 3. dags

Steven Bowditch var á 3 undir pari eftir fyrstu tvær spiluðu holurnar  á 3. hring Valero Texas Open, sem fram fer á TPC San Antonio.

Samtals er Bowditch á 12 undir pari, 204 höggum. Andrew Loupe (70) og Matt Kuchar (65) deila 2. sætinu fyrir lokahringinn, báðir 3 höggum á eftir Bowditch á samtals 9 undir pari, 207 höggum.  Pat Perez er síðan í 4. sæti á samtals 8 undir pari og Kevin Na í 5. sæti á samtals 7 undir pari.

Örn Bowditch á 2. holu var örn nr. 2 í mótinu í þessari viku. Hann setti niður örn af 83 yarda (76 metra) færi á par-4, 12 holunni á 2. mótsdegi (föstudeginum) og á 3. hring setti hann niður örn á par-5 2. holunni.  Sjá má glæsiörn Bowditch 3. mótsdag með því að SMELLA HÉR:

Örn Bowditch (af 3. mótsdegi) var jafnframt valið högg dagsins.

Eini skolli Bowditch á 3. hring kom á par-4 9. holunni, sem hann virðist hafa átt í vandræðum með í mótinu, en hann hefir aðeins verið með 4 skolla, þar af 3 á 9. holunni.

Bowditch er í 16. sæti varðandi það að hitta flatir á tilskyldum höggafjölda  (62. 9 %), í 45. sæti hvað snertir nákvæmni teighögga (54.8%) og í  49. sæti hvað snertir högg grædd með púttum (ens. strokes gained-putting) (-0.098 högg).

Takist Bowditch að halda út mun þetta verða í 1. sinn sem hann öðlast þátttökurétt á Masters risamótinu, þar sem landi hans Adam Scott á titil að verja.  Sigur á Valero veitir sigurvegaranum farseðil til Augusta.

Þess mætti geta að hæst rankaði leikmaður mótsins, nr. 5 á heimslistanum, Phil Mickelson dró sig úr mótinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: