Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 16:45

LPGA: Dori Carter efst e. 2. dag Kia Classic

Það eru 5 bandarískir kylfingar sem raða sér í efstu sætin á Kia Classic mótinu í Aviara golfklúbbnum í Carlsbad, Kaliforníu e. 2. dag mótsins.

Í efsta sæti er Dori Carter á samtals 10 undir pari, 134 höggum (70 64).

Í 2. sæti, tveimur höggum á eftir á samtals 8 undir pari, 136 höggum eru þær Stacy Lewis og Cristie Kerr.

Í 4. sæti er mexíkósk-bandaríski kylfingurinn Lisette Salas, sem oft er ofarlega í mótum en á enn eftir að sigra á fyrsta LPGA mótinu sínu.

Fimmta sætinu deila síðan þær Tiffany Joh frá Bandaríkjunum og Marijo Uribe frá Kólombíu, báðar á samtals 6 undir pari, hvor.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru Beatriz Recari og þýsku kylfingarnir Caroline Masson og Sandra Gal.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Kia Classic SMELLIÐ HÉR: