Matt Kuchar er með gullfallega sveiflu
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 03:00

PGA: Kuchar með 4 högga forystu fyrir lokahring Shell Houston Open

Það er bandaríski kylfingurinn, Matt Kuchar  sem leiðir eftir 3. hring Shell Houston Open.

Kuchar er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 201 höggi (66 67 68).

Fjórum höggum á eftir Kuchar á samtals 8 undir pari, 205 höggum eru þeir Cameron Tringale og Sergio Garcia.

Í 4. sætinu er Matt Jones og 5. sætinu deila þeir Rickie Fowler og Ben Curtis.

Til þess að sjá stöðuna á Shell Houston Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta frá 3. degi Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: