Sunna Víðisdóttir, GR og Elon. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 2. sæti e. 2. dag Seahawk Classic

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon eru við keppni á UNCW Seahawk Classic mótinu, sem fram fer í River Landing, Wallace, Norður-Karólínu.

Mótið fer fram 4.-6. apríl 2014 og þátttakendur eru 50 frá 9 háskólum. Lokahringurinn verður leikinn í kvöld.

Sunna lék 1. hringinn á 3 undir pari, 69 höggum og var í efsta sæti eftir 1. daginn. Hún náði því miður ekki að fylgja þeim glæsihring eftir heldur spilaði 2. hringinn á vonbrigða skori upp á 77 högg, en er engu að síður enn í 2. sæti mótsins, nú ásamt liðsfélaga sínum Kelsey Badmaev.

Báðar eru þær á samtals 2 yfir pari, hvor og eru aðeins 1 höggi á eftir þeirr sem er í forystu fyrir lokahringinn, Lori Beth Adams, frá UNC Wilmington háskólanum.

Sunna er jafnframt á 1.-2. besta skori golfliðs Elon, sem enn er í 1. sæti í liðakeppninni.  Stórglæsilegt hjá Sunnu og Elon!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Seahawk Classic SMELLIÐ HÉR: