Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 20:00

GG: Helgi Dan sigraði á blautu Skálamóti!

Fyrsta mót ársins, Skálamót 1,  fór fram hjá Golfklúbbi Grindavíkur og ekki var veðrið að gera keppendum  greiða í dag.

Fyrsta móti ársins, Skálamóti 1, lauk í dag, 5. apríl 2014, í Grindavík. Mynd: Golf1

Fyrsta móti ársins, Skálamóti 1, lauk í dag, 5. apríl 2014, í Grindavík. Með mótinu er verið að safna fjármunum til áframhaldandi byggingar nýja skálas sem hér sést í bakgrunni – en gamli og fallegi skáli þeirra Grindvíkinga er í forgrunni. Mynd: Golf1

Það var bæði vindur og súld,  sem síðan breyttist í íslenskt rok og rigningu.

En kylfingar létu það ekki aftra sér og mættu með góða skapið og þakkar GG þeim sem komu kærlega fyrir komuna.

IMG_0236

ÚRSLIT Í MÓTINU ER EFTIRFARANDI:
1.sæti höggleikur Helgi Dan Steinsson GG 80 högg.

1. sæti punktakeppni Eðvarð Júlíusson GG 36 punktar
2. sæti punktakeppni Guðmundur Andri Bjarnason GG 32 punktar
3. sæti punktakeppni Halldór Ingi Lúðvíksson GKG 32 punktar

Nándarverðlaun voru veitt á 2. og 18. braut
Nánd á annari braut Þórir Baldvin Björgvinsson GÖ 7.45m.
Nánd á annari braut Gunnar Oddgeir Sigurðsson GG 4.30m.

IMG_0241