Pöddur á Mastersmatseðli Adam Scott?
Hefð er fyrir því að sigurvegari síðasta árs á Masters risamótinu bjóði samkeppendum sínum árið eftir í sérstakan Masters Dinner, þar sem oftar en ekki er eitthvað sérstakt gómsæti frá heimalöndum viðkomandi á matseðlinum.
Áherslan er því á Ástralíu þetta árið, því sigurvegari síðasta árs er eins og allir muna eftir Ástralinn Adam Scott. Menn voru mikið að spá í hvað þeir fengju nú í matinn hjá Scott, kannski kengúrukjöt eða krókódíla?
Mörgum brá í brún að sjá að á matseðli Adam Scott væru „bugs“ eða pöddur nánar tiltekið ‘Moreton Bay Bugs’, sem Scott lét fljúga sérstaklega inn til Augusta í tilefni af Masters Dinnernum, sem einmitt fer fram í kvöld.
Pöddur er það nú ekki of langt gengið? Menn voru farnir að líta saknaðaraugum aftur á ostaborgarana og jarðaberjatertuna, sem þótti svo fábrotin og Tiger bauð upp á árið eftir að hann sigraði 1998. Nú tekur Tiger ekki einu sinni þátt.
Mörgum létti þegar upplýstist að Moreton Bay Bugs, er nafn á sælgætis flathausa humri, sem veiðist undan ströndum Ástralíu, þannig að Adam býður m.a. upp á humar í kvöld!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024