Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 11. sæti og Axel í 14. sæti e. 1. dag á Old Waverly

Haraldur Franklín Magnús, GR og Axel Bóasson, GK taka þátt í Old Waverly Collegiate meistaramótinu á West Point í Mississippi.

Þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum.

Haraldur Franklín lék 1. hring á 3 undir pari, 69 höggum og er í 11. sæti í einstaklingskeppninni.  Lið Haralds, „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayette er í 9. sæti í liðakeppninni og Haraldur Franklín á besta skori liðsins.

Ekki tókst að ljúka 2. hring í gær og á Haraldur Franklín eftir 2 óspilaðar holur og er á 2 yfir pari eftir 16 holur og því samtals á 1 undir pari sem stendur.

Axel lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og deilir 14. sætinu í einstaklingskeppninni. Lið Axels Mississippi State deilir 4. sæti í liðakeppninni, en Axel er á 2.-3. besta skori liðsins.  Líkt og Haraldur Franklín tókst Axel ekki að ljúka 2. hring í gær og á aðeins 1 holu eftir óspilaða, en er á 2 undir pari, sem stendur og því samtals á sléttu pari.

Til þess að fylgjast með gengi Axels og Haraldar Franklíns á lokahringnum  SMELLIÐ HÉR: