Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Sigurður hefja keppni í Alabama og Stefanía Kristín og Íris Katla keppa í Norður-Karólínu

Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og félagar í Faulkner hefja í dag keppni  í Martin Methodist Canebrake Golf Club í Athens, Alabama.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA hefur einnig keppni í dag á Mount Olive Invitational í Goldsboro, Norður-Karólínu.

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR hefur síðan loks keppni á Belmont Abbey College Invitational í Charlotte, Norður-Karólínu

Mótin eru öll 2 daga frá 7.-8. apríl 2014.

Ekki finnast tenglar inn á ofangreind mót en Golf 1 verður með úrslit þegar þau liggja fyrir.