Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 22:54

Bubba Watson sigurvegari Masters 2014!

Það var Bubba Watson sem sigraði nú rétt í þessu Masters risamótið á Augusta National, í 2. sinn, en hann vann sama risamót fyrir 2 árum síðan. Bubba er fæddur 5. nóvember 1978 og er því 35 ára. Hann er kvæntur ástinni sinni frá háskólaárum, Angie og saman ættleiddu þau son sinn Caleb. Bæði Angie og Caleb voru viðstödd þegar Bubba sigraði Mastersmótið. Sigurskor Bubba var samtals 8 undir pari, 280 högg (69 68 74 69). Öðru sætinu deildu Jonas Blixt og  Jordan Spieth, en þeir voru heilum 3 höggum á eftir Bubba, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á The Masters 2014 SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 20:54

The Masters 2014: Bubba Watson í forystu eftir 9 spilaðar holur

Það er Bubba Watson, sem tekið hefir 2 högga forystu eftir að hann fékk fugla bæði á 8. og 9. holu Augusta National. Helsti keppinautur hans, hinn tvítugi Jordan Spieth virðist sem stendur vera að missa móðinn en hann er kominn 2 höggum á eftir Bubba. Bubba er á samtals 8 undir pari meðan Jordan er á samtals 6 undir pari. Jordan fékk því miður skolla bæði á 8. og 9. holu og er búinn að tapa 4 höggum frá því á 6. holu. Svona er golfið stundum 🙁 Spurning hvað gerist á seinni 9,  en m.a. allur Amen Corner eftir – spennan eykst eftir því sem óspiluðum holum fækkar. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 20:45

The Masters 2014: Tapar Spieth mótinu á 8. holu?

Nú rétt í þessu voru Spieth og Watson að fara af 8. braut Augusta Masters. Sú hola, 8. holan, sem er par-5 og nefnist Yellow Jasmine (521 metra) átti eftir að reynast Spieth dýrkeypt. Spieth var á samtals 8 undir pari en tapaði höggi á holunni.  Bubba var hins vegar 2 höggum á eftir Spieth og sleggjan Bubba náði auðvitað auðveldlega fugli! Það var ótrúlegt að horfa á Spieth spila 8. holu – eru taugarnar farnar að segja til sín hjá þessum tvítuga strák? Allt jafnt milli Spieth og Watson eftir 8. holu!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 20:11

The Masters 2014: Spieth og Watson farnir út – Spieth í forystu eftir 6 spilaðar holur

Síðasti ráshópurinn, Bubba Watson og Jordan Spieth á þessu fyrsta risamóti ársins eru farnir út og The Masters aðeins 12 holur frá því að klárast. Og það er byrjað með látum.  Spieth er hvorki meira né minna en búinn að fá 3 fugla (á 2., 4. og 6. holu) og 1 skolla (á 5. holu) og hefir tekið forystu er á samtals 7 undir pari, eftir 6 spilaðar holur. Bubba á hinn bóginn er á samtals 6 undir pari, er búinn að fá 2 fugla (á 4. og 6. holu) og 1 skolla (á 3. holu) Þetta verður hörkuslagur milli þeirra næstu 12 lokaholurnar. Næstur á eftir Bubba og Spieth Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 17:55

The Masters 2014: Fyrsti keppandinn á Masters í ár hefir lokið keppni

Fyrrum Masters sigurvegarinn Larry Mize fór fyrstur út í dag af þeim 51, sem keppa um græna jakkann í ár. Larry er fæddur 23. september 1958 og er því 55 ára og með elstu keppendum (nánar tiltekið sá 3. elsti af þeim sem komust í gegnum niðurskurð. Eldri en hann eru aðeins sá elsti Sandy Lyle, 56 ára og Bernhard Langer, 56 ára. Mize vann Masterinn 1987, s.s. mörgum er í fersku minni, en Mize stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana við Seve Ballesteros og Greg Norman. Mize fór út einn kl. 10:10 að staðartíma (kl. 14:10 að okkar tíma) og lauk keppni nú rétt í þessu. Lokaskor Mize varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davis Love III —– 13. apríl 2014

Það er bandaríski kylfingurinn Davis Milton Love III sem er afmæliskylingur dagsins. Love III er fæddur í Charlton, Norður-Karólínu 13. apríl 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann fæddist daginn eftir að pabbi hans Davis M Love Jr. lauk við lokahring sinn í Masters-mótinu 1964, en pabbi hans var golfkennari og atvinnumaður í golfi og móðir hans, Helen, lágforgjafarkylfingur. Love III gerðist atvinnumaður í golfi 1985, sem sagt 21 árs. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 36 mótum þar af 20 á PGA Tour. Besti árangur hans í risamótum kom 1997 þegar hann sigraði í PGA Championship. Love III er hin síðari ár best þekktur fyrir að hafa verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 16:00

The Masters 2014: Lokahringurinn í beinni

Fyrsta risamóti ársins er að fara að ljúka. Hér má fylgjast með lokahring The Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með skori keppenda á lokahring The Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 12:30

The Masters 2014: Rástímar á lokahring

Í dag fer fram lokahringurinn á Masters móti ársins í ár, 2014 og hafa undanfarnir 3 dagar liðið alltof fljótt! Hér má sjá rástíma þátttakenda en Larry Mize fer fyrstur út kl. 10:10 að staðartíma (þ.e. kl. 14:10 að íslenskum tíma) SMELLIÐ HÉR:  Aðalráshópurinn þ.e. Spieth og Watson fer út síðastur kl. 14:20 að staðartíma (þ.e. kl. 18:20 að íslenskum tíma). Úrslit ættu því að liggja fyrir í kringum kl. 22:00 að íslenskum tíma.   Hver sigrar á Mastersmótinu í ár?  Nú er spennan í hámarki!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 11:30

The Masters 2014: Verða það yfirleitt Spieth eða Watson sem sigra á Masters? 5 aðrir líklegir sigurkandídatar

Sjónir manna beinast nú einkum að hinum unga Jordan Spieth og hinum reynslumeiri Bubba Watson, sem sigurvegurum Masters.  Athyglin hvílir öll á þeim en meðan svo er kunna aðrir þáttakendur að vera að hugsa sitt ráð. Hér fer listi yfir 5 aðra sem allt eins vel gætu staðið uppi sem sigurvegarar í kvöld: 1. Matt Kuchar.  Kuch hefir aldrei sigrað í risamóti. Þetta er tækifærið hans. Hann er aðeins 1 höggi á eftir Bubba og Jordan Spieth og í golfi er það ekki mikið, svona fyrir lokahringinn. 2. Jonas Blixt.  Blixt á sjéns á að skrifa sig í sögubækurnar og verða fyrsti sænski karlkylfingurinn til þess að sigra á risamóti. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 11:15

Hver er kylfingurinn: Jordan Spieth?

Þann 4. september 2013 valdi Fred Couples hinn unga Jordan Spieth, sem í byrjun árs 2013 spilaði á undanþágu og í boði styrktaraðila á PGA Tour, en hlaut síðan fullan keppnisrétt á PGA Tour eftir sigur á John Deere Classic mótinu, í Forsetabikarslið sitt, en Bandaríkjamenn léku á heimavelli þ.e. á Nicklaus vellinum, Muirfieldvelli í Dublin, Ohio. Lið Bandaríkjanna með Spieth innanborðs sigraði. Nú á hann tækifæri í kvöld að verða yngsti sigurvegari the Masters risamótsins 2014, allt frá upphafi.  Stenst hann álagið og pressuna?  Tekst honum að hafa hemil á tilfinningum sínum og skapi og sigra? Margir þekkja lítið til hins 20 ára Spieth, sem á skömmum tíma hefir risið upp Lesa meira