Justin Rose
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 11:30

The Masters 2014: Verða það yfirleitt Spieth eða Watson sem sigra á Masters? 5 aðrir líklegir sigurkandídatar

Sjónir manna beinast nú einkum að hinum unga Jordan Spieth og hinum reynslumeiri Bubba Watson, sem sigurvegurum Masters.  Athyglin hvílir öll á þeim en meðan svo er kunna aðrir þáttakendur að vera að hugsa sitt ráð.

Hér fer listi yfir 5 aðra sem allt eins vel gætu staðið uppi sem sigurvegarar í kvöld:

Matt Kuchar er með gullfallega sveiflu

Matt Kuchar er með gullfallega sveiflu

1. Matt Kuchar.  Kuch hefir aldrei sigrað í risamóti. Þetta er tækifærið hans. Hann er aðeins 1 höggi á eftir Bubba og Jordan Spieth og í golfi er það ekki mikið, svona fyrir lokahringinn.

Jonas Blixt

Jonas Blixt

2. Jonas Blixt.  Blixt á sjéns á að skrifa sig í sögubækurnar og verða fyrsti sænski karlkylfingurinn til þess að sigra á risamóti.  Sænskir kvenkylfingar hafa áður sigrað í risamótum kvennagolfsins sbr. t.d. Annika Sörenstam og því verður Blixt ekki fyrsti Svíinn til að sigra í risamóti. Og líkt og Kuch er Blixt bara 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Miguel Angel Jiménez

Miguel Angel Jiménez

3. Miguel Angel Jimenez. Hann var á lægsta skori keppenda í gær 66 höggum.  Hann hefir sýnt að hann getur skorað vel á Augusta National.  En skyldi það gamalkveðna í golfinu eiga við um hann að góðum hringi fylgi jafnan slæmur?  Líkt og Blixt á Jimenez sjéns á að komast í golfsögubækurnar sem elsti kylfingurinn (50 ára) til þess að sigra á Masters mótinu og slá þar með við meti Jack Nicklaus.

Lee Westwood

Lee Westwood

4. Lee Westwood. Líkt og með Kuch hefir Westy aldrei unnið risamót og það er svartur blettur á annars svo frábærum ferli.  Nú er tækifærið en hann er aðeins 3 höggum á eftir forystumönnunum. Lee er að verða 41 árs eftir rúma viku og það kannski ýtir undir að hann gefur allt í sigurinn í kvöld.

Justin Rose

Justin Rose

5. Justin Rose.  Var nokkur búinn að afskrifa Rose? 4 högg er ekki mikið – en líklega þyrfti hvorutveggja að gerast að báðir Spieth og Watson eigi slæman dag og Rose brilleri…. sem gæti skeð.