Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 12:15

Hvað var í sigurpoka Bubba?

Svo sem ekki hefir farið fram hjá neinum sem fylgist eitthvað með golfi þá sigraði Bubba Watson í gær á Masters risamótinu. Sigurskorið var 8 undir pari, 280 högg (69 68 74 69). Hvaða áhöld skyldi Bubba hafa verið með í sigurpoka sínum? Þau eru eftirfarandi: Dræver: PING G25 (Grafalloy Bi-Matrix Rocket Pink X skaft), 8.5°. 3-tré: PING G25 (Fujikura Motore Speeder Tour Spec 8.2 X skaft), 16.5 °. Járn (3-PW): PING S55 (True Temper Dynamic Gold X100 sköft). Fleygjárn:  PING Tour (52° og 56 °; True Temper Dynamic Gold X100 sköft), PING Tour-S T/S (64°; True Temper Dynamic Gold X100 skaft). Pútter: PING Anser Milled Anser 1. Bolti: Titleist ProV1x.  

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 12:00

The Masters 2014: Blixt varð fótskortur á tungunni – Myndskeið

Fyrir lokahring The Masters voru tekin viðtöl við þá sem sigurstranglegastir þóttu. Meðal þeirra var sænski kylfingurinn Jonas Blixt, sem stóð sig með afburðum vel og deildi 2. sætinu með Jordan Spieth – varð 3 höggum á eftir sigurvegaranum Bubba Watson, á samtals 5 undir pari. Í viðtalinu kom fram að Blixt hafi augastað á að komast í Ryder Cup lið Evrópu. Hann sagði engu að síður að það væri líklegast komið undir ……. ja……… Hann mundi ekki nafnið á fyrirliða Ryder bikars liðs Evrópu! Paul McGinley!!!! Skyldi hann komast í liðið eftir þetta? … þ.e. verða eitt af „villtu kortum“ McGinley?  Hér má sjá myndskeiðið frá blaðamannafundinum með Blixt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 11:45

Sólskinstúrinn: Jbe Kruger sigraði á Zimbabwe Open

Jbe’ Kruger sló það sem hann kallaði „fullkomið högg“ á 17. braut Royal Harare Golf Club, þegar hann sigraði á   Golden Pilsener Zimbabwe Open, en mótið er hluti af Sólskinstúrnum suður-afríska. „Mér líkaði ekkert við þessa 17. holu alla vikuna,“ sagði Krugar sem áður var búinn að fá tvo skolla og par á fyrri hringjum. „En ég vissi að þessi hola væri sú sem yrði til þess að ég ynni mótið og ég sló algjörlega fullkomið högg og setti púttið niður.“ En sigurinn var ekki í höfn fyrir Kruger þrátt fyrir velgengni á 17. holu.  Á 18. braut sló hann í tré og hann átti lítin sjéns að slá inn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla í 15. sæti á SAC svæðismótinu e. 1. dag

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, The Royals taka þátt í 2014 Food Lion SAC Women’s Golf Championship, svæðismótinu. Mótið hófst í gær og stendur dagana 13.-15. apríl 2014. Gestgjafar eru Carson-Newman University, South Atlantic Conference, & Tusculum Women’s Golf  og mótið fer fram í Sevierville, Tennessee. Þátttakendur í mótinu eru 60 frá 11 háskólum. Íris Katla lék fyrsta hring á 12 yfir pari, 84 höggum og er á 2. besta skori The Royals, sem eru í 5. sæti í liðakeppninni sem stendur.  Íris Katla er  í 15. sæti í einstaklingskeppninni. Til þess að fylgjast með gengi Írisar Kötlu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 11:15

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Sigurður Gunnar hefja keppni á SSAC svæðismótinu í dag og Stefanía Kristín hóf leik á Carolina Conference Tournament í gær

Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner hefja í dag leik á SSAC svæðismótinu, en það fer fram í Montgomery, Alabama dagana 14.-16. apríl 2014. Enginn tengill er inn á niðurstöður úr mótinu en Golf 1 verður með úrslitafrétt um leið og hún berst. Klúbbmeistari kvenna í GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir hóf leik í gær á Carolina Conference Tournament svæðamótinu, en líkt og hjá strákunum hér að ofan finnst enginn tengill inn á niðurstöður á mótinu. Golf 1 verður með úrslitafrétt um leið og hún berst.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín hefja leik í dag í Reunion Intercollegiate mótinu

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Haraldur Franklín Magnús, GR og The Raging Cajuns, golflið Louisiana Lafayette hefja í dag keppni í Reunion Intercollegiate mótinu, en þetta mót er það síðasta á dagskránni fyrir svæðismótið. Mótið fer fram í Reunion Golf Country and Club í Madison, Mississippi og stendur dagana 14.-15. apríl 2014.  Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Axel fer út af 8. teig en Haraldur Franklín af 9. teig og báðir verða ræstir út á samta tíma þ.e. kl. 13:00 að staðartíma (sem er kl. 18 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi þeirra Axels og Haralds Franklíns á Reunion Intercollegiate Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Theódór bestur í liði Arkansas Monticello eftir 1. dag GAC svæðismótsins – Ari næstbestur

Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG taka þátt í Great America Conference Championship Tournament, stutt: GAC svæðismótinu og hófu þeir keppni ásamt golfliði Arkansas Monticello í gær. Mótið fer fram í Hot Springs Country Club í Hot Springs, Arkansas og stendur dagana 13.-15. apríl 2014. Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum. Eftir 1. dag er Theodór á besta skori golfliðs Arkansas Monticello, sem er 7. sætinu í liðakeppninni. Theodór Emil lék á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 10. sæti í einstaklingskeppninni. Ari er á 2.-3. besta skori Arkansas Monticello; lék á 5 yfir pari, 77 höggum og er í 22. sæti í einstaklingskeppninni. Til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 10:35

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Berglind hófu leik á SoCon svæðismótinu

Í gær hófu Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GR, 2013 og félagar í golfliði UNGC keppni á SoCon Women´s Golf svæismótinu. Mótið fer fram í Moss Creek golfklúbbnum á Hilton Head Island í Suður-Karólínu og er Norður-völlurinn spilaður. Þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum. Sunna lék 1. hring á 79 og deilir 11. sætinu í einstaklingskeppninni.  Golflið Elon er í 4. sæti og þar telur skor Sunnu en hún er á 2. besta skorinu. Berglind lék 1. hring á 83 höggum og er í 28. sæti í einstaklingskeppninni.  Lið UNCG er sem stendur í síðasta sætinu en Berglind er líkt og Sunna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 10:22

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik á Silverado Showdown

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og The Bulldogs, golflið Fresno State hefja leik í dag á Silverado Showdown mótinu, í Silverado Resort and Spa  í Napa, Kaliforníu. Mótið stendur dagana 14.-15. apríl 2014 og eru þátttakendur 75 frá 15 háskólum. Guðrún Brá fer út frá 12. teig kl. 8:30 að staðartíma (þ.e. kl. 15:30 hér heima á Íslandi). Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brár með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 23:10

Bubba langaði aftur í græna jakkann!

Billy Payne byrjaði á því að þakka áhorfendum í Bandaríkjunum og í 200 löndum um allan heim við „grænujakka afhendinguna.“ Hann bauð velkomna 3 kylfinga: Oliver Goss, besta áhugamann mótsins; landa hans Adam Scott, sigurvegara Masters 2013 og Bubba Watson, sem sigraði nú í kvöld. Í upphafi athafnarinnar var Oliver Goss heiðraður en hann stóð sig best áhugamanna.  Síðan snerist athyglin fljótt að Bubba Watson, meistara Masters 2014. Bubba sagðist ekki hafa munað eftir síðustu holunum allt hefði snúist um að ná pörum. Hann sagði að sig hefði langað í græna jakkann aftur eftir að hafa látið hann af höndum  í fyrra til Adam Scott.  Hann hefði saknað hans. Adam Lesa meira