Bubba Watson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 20:54

The Masters 2014: Bubba Watson í forystu eftir 9 spilaðar holur

Það er Bubba Watson, sem tekið hefir 2 högga forystu eftir að hann fékk fugla bæði á 8. og 9. holu Augusta National.

Helsti keppinautur hans, hinn tvítugi Jordan Spieth virðist sem stendur vera að missa móðinn en hann er kominn 2 höggum á eftir Bubba.

Bubba er á samtals 8 undir pari meðan Jordan er á samtals 6 undir pari.

Jordan fékk því miður skolla bæði á 8. og 9. holu og er búinn að tapa 4 höggum frá því á 6. holu. Svona er golfið stundum 🙁

Spurning hvað gerist á seinni 9,  en m.a. allur Amen Corner eftir – spennan eykst eftir því sem óspiluðum holum fækkar.

Aðrir eru ekki að veita Spieth og Watson neina samkeppni sem stendur.