Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 20:45

The Masters 2014: Tapar Spieth mótinu á 8. holu?

Nú rétt í þessu voru Spieth og Watson að fara af 8. braut Augusta Masters.

Sú hola, 8. holan, sem er par-5 og nefnist Yellow Jasmine (521 metra) átti eftir að reynast Spieth dýrkeypt.

Spieth var á samtals 8 undir pari en tapaði höggi á holunni.  Bubba var hins vegar 2 höggum á eftir Spieth og sleggjan Bubba náði auðvitað auðveldlega fugli!

Það var ótrúlegt að horfa á Spieth spila 8. holu – eru taugarnar farnar að segja til sín hjá þessum tvítuga strák?

Allt jafnt milli Spieth og Watson eftir 8. holu!