Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 17:55

The Masters 2014: Fyrsti keppandinn á Masters í ár hefir lokið keppni

Fyrrum Masters sigurvegarinn Larry Mize fór fyrstur út í dag af þeim 51, sem keppa um græna jakkann í ár.

Larry er fæddur 23. september 1958 og er því 55 ára og með elstu keppendum (nánar tiltekið sá 3. elsti af þeim sem komust í gegnum niðurskurð. Eldri en hann eru aðeins sá elsti Sandy Lyle, 56 ára og Bernhard Langer, 56 ára.

Mize vann Masterinn 1987, s.s. mörgum er í fersku minni, en Mize stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana við Seve Ballesteros og Greg Norman.

Mize fór út einn kl. 10:10 að staðartíma (kl. 14:10 að okkar tíma) og lauk keppni nú rétt í þessu.

Lokaskor Mize varð 16 yfir pari, 304 högg (74 72 79 79).  Eins og oft er með eldri keppendurna virðst þeir ekki halda keppnina út.  Þeir byrja vel en síðan eiga þeir lakari hringi sbr. Mize, sem lék upp á 7 yfir pari yfir helgina báða dagana.  Hann verður eflaust í 51. sæti eða þar um kring. Maður verður þó strax að éta þetta ofan í sig sællar minningar en Miguel Angel Jimenez átti lægsta skor í gær, á 3. hring upp á 66 högg en Jimenez er 6. elsti keppandinn, af þeim sem komust í gegnum niðurskurð, 50 ára (á eftir Lyle, Langer, Mize, Couples og Singh).

Og nú eru þeir aðeins 50 keppendur eftir….. og fara að koma inn hver af öðrum.  Hver stendur uppi sem Masters sigurvegari 2014?