Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 10:00

LPGA: Stanford leiðir e. 2. dag Lotte mótsins

Það er bandaríski kylfingurinn Angela Stanford, sem leiðir eftir 2. hring LPGA Lotte Championship, sem hófst í Kapulei, Oahu á Hawaii í gær.

Stanford leiðir á samtals 8 undir pari, 136 höggum (72 64) eftir glæsihring upp á 64 högg þar sem hún fékk 8 fugla þ.á.m 5 fugla í röð frá 3.-7. holu.

Aðeins 1 höggi á eftir Stanford er Michelle Wie (70 67) og 4 kylfingar deila síðan 3. sætinu enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 6 undir pari, en það eru: Cristie Kerr, Joo Hyo Kim, So Yeon Ryu og nr. 1 á Rolex heimslistanum Inbee Park.

Lydia Ko er á samtals 1 undir pari og er sem stendur í 20. sæti sem hún deilir með 11 öðrum kylfingum.

Nokkrar góðar komust ekki í gegnum niðurskurð m.a.:  Belen Mozo, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Ai Miyazato, Brittany Lincicome og Solheim Cup kylfingarnir Giulia Sergas og Anna Nordqvist.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag LPGA Lotte Championship SMELLIÐ HÉR: