Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 14:00

LPGA: Stanford eykur forystuna í 4 högg

Angela Stanford jók forystu sína á LPGA Lotte Championship í 4 högg.

Hún er samtals búin að spila á 13 undir pari, 203 höggum (72 64 67).

Í dag fékk Angela aftur 3 fugla í röð á 11.-13. holu golfvallar Ko Olina golfklúbbsins, líkt og á 2. hring.  Á 2. hring var hún jafnframt með 5 fugla í röð á holum 3-7.

Um það sagði Angela: „Mér líkar einfaldlega við nokkrar af þessum holum og ég hugsa að allir kylfingar muni segja þér að þegar maður spilar á mismunandi golfvöllum þá er nokkrar holum sem manni líkar við og sumar sem manni líkar ekki við.  Ég er svo heppin að nokkrar af þessum holum sem mér líkar við hér liggja saman, sem er indælt. Þær sem mér líkar ekki við skipta engu máli.“

Þær sem eru í 2. sæti, 4 höggum á eftir Stanford eru Michelle Wie og Joo Hyo Kim.

Ein í 4. sæti er Cristie Kerr á samtals 8 undir pari, 5 höggum á eftir Stanford.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag LPGA Lotte Championship SMELLIÐ HÉR: