Champions Tour: Langer með 3. högga forystu á Insperity Inv. e. 2. dag
Þýski kylfingurinn Bernhard Langer leiðir eftir 2. dag Insperity Invitational, sem er mót vikunnar á Champions Tour. Langer er búinn að spila á samtals 134 höggum (66 68). Í 2. sæti 3 höggum á eftir er Colin Montgomerie, Monty á 137 höggum (71 66). Þriðja sætinu deila 3 kylfingar, allir á 6 undir pari, 138 höggum, hver: þ.e. Esteban Toledo, Bart Bryant og Gary Hallbert. Til þess að sjá stöðuna á Insperity Invitational e. 2. dag SMELLIÐ HÉR:
PGA: Holmes í forystu fyrir lokahring Wells Fargo – Hápunktar 3. dags
J.B. Holmes hefir tekið forystu á Wells Fargo mótinu. Holmes er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (70 67 66). Í 2. sæti er Martin Flores 1 höggi á eftir og í 3. sæti er Phil Mickelson enn öðru höggi á eftir. Mickelson átti glæsihring, sem skaut honum upp í 3. sætið eða upp á 9 undir pari, 63 högg!!! Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags Wells Fargo mótsins SMELLIÐ HÉR: (Verður sett inn um leið og PGA er til með myndskeiðið)
Golfgrín á laugardegi
Kaþólski presturinn situr í skriftarstólnum þegar dauðþreyttur golfari kemur í kirkjuna og sest við hliðina á skriftarstólnum, en segir ekki neitt. Presturinn verður samt var við að golfarinn er eitthvað að brasa, en golfarinn segir enn ekkert. Loks missir presturinn þolinmæðina og bankar í gluggann til að vita hvort golfarinn ætli ekki að skrifta. Enn ekkert svar. Presturinn bankar aðeins harkalegra nú og þá segir golfarinn: „Þetta þýðir ekkert það er heldur enginn pappír hérna meginn.“
LET ACCESS: Valdís Þóra í 92. sæti eftir 2. dag í Sviss
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Association Suisse de Golf Ladies Open mótinu á LET Access mótaröðinni, sem er einskonar 2. deild og stökkbretti inn á Evrópumótaröð kvenna (LET). Mótið fer fram á golfvelli Gams-Werdenberg golfklúbbsins, í Gams, Sviss. Valdís hefir samtals leikið á 14 yfir pari, 158 höggum (78 80) og er í 92. sæti eftir 2. dag mótsins. Í dag lék Valdís Þóra á 80 höggum; fékk 9 skolla og 1 fugl. Hún er úr leik þ.e. ljóst er að hún kemst ekki í gegnum niðurskurð. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Association Suisse de Golf Ladies Open mótinu SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Miguel Angel Caballo (3/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 22. sæti, en það er Miguel Ángel Caballo. Caballo lék eins og efstu 25 af peningalista Web.com Tour á Web.com Tour Finals, um stöðu og varð hann í 43. sæti og hlaut ekki aukinn status við að taka þátt í því móti. Í báðum tilvikum rétt slapp hann inn á PGA Tour og hefir ekkert gengið sérlega vel frá upphafi 2013-2014 tímabilsins, þ.e. október á s.l. ári. Miguel Ángel Caballo er fæddur 22. mars 1979 í Bahía Blanca í Argentínu og er því 35 ára. Hann er kallaður Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Friðbjörnsson – 3. maí 2014
Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs er afmæliskylfingur dagsins. Jóhann er fæddur 3. maí 1959 og því 55 ára í dag. Jóhann er kvæntur Regínu Sveinsdóttur. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu hans hér Jóhann Friðbjörnsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (80 ára stórafmæli!!!); Peter Oosterhuis, 3 maí 1948 (66 ára) ….. og …… CrossFit Hafnarfjordur (40 ára stórafmæli!!!) Freydís Eiríksdóttir, GKG (16 ára) Leikfélag Hólmavíkur (33 ára) Jóhanna Leópoldsdóttir (58 ára) Steina List Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira
Evróputúrinn: Hansen efstur ásamt Pittayarat fyrir lokahringinn í Singapúr – Myndskeið frá 3. degi
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er The Championship at Laguna National. Mótið fer fram í Laguna National G&CC í Tampines, Singapúr. Fyrir lokahringinn eru það Daninn Anders Hansen og Filipseyingurinn Panuphol Pittayarat sem eru í forystu; eru báðir samtals búnir að spila á 16 undir pari, 200 höggum; Pittayarat (63 68 69) og Hansen (67 66 67). Þriðja sætinu deila 2 kylfingar: Hollendingurinn Robert Jan Derksen og Bandaríkjamaðurinn David Lipsky, en þeir hafa báðir leikið á samtals 14 undir pari og eru því tveimur höggum á eftir forystumönnunum. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Championship at Laguna National SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags The Championship at Laguna National SMELLIÐ HÉR:
Bílafloti Ian Poulter
Allir áhangendur enska „kraftaverkamannsins í Medinah“ Ian Poulter vita að hann er mikill bíladellukarl. Hann á stórsafn af glæsikerrum, þ.á.m. fjöldann allan af Ferrari bílum, sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann tvítaði nú nýverið meðfylgjandi mynd af bílaflota sínum, en á myndinni eru 7 bílar, þar af 5 Ferrari. Hinir eru Rolls Royce Ghost aftast til vinstri og Ford GT-40 að aftan til hægri. Poulter tvítaði að hann væri að hugsa um að losa sig við Rollsinn og hugsanlega kaupa Bentley seinna á árinu, hann væri með Mulsanne undirtegundina í huga, sem hugsanlega valkost í skiptum fyrir Rollsinn. Poulter hefir hlotið gagnrýni fjölmargra fyrir að „eyða“ golfpeningum sínum í Lesa meira
PGA: Kylfusveinn Hadley datt og beyglaði pútter hans – Myndskeið
Chesson Hadley er nýliði á PGA Tour – einn af „nýju strákunum“ sem Golf 1.is á eftir að kynna – en hefir það sem af er keppnistímabils vakið nokkra athygli á sér og er eflaust maður sem við eigum eftir að heyra meira af í framtíðinni. Hann varð í 3. sæti á peningalista Web.com Tour og hlaut þannig keppnisrétt á PGA Tour keppnistímabilið 2013-2014. Hadley hóf leik í Wells Fargo mótinu þ.e. spilaði fyrstu tvo hringi mótsins en komst ekki í gegnum niðurskurð. Á 2. hring, þ.e. í gær, varð kylfusveinn Hadley fyrir því óláni að detta með allar kylfur Hadley og beyglaði pútter Hadley í fallinu, þ.e. skaftið beyglaðist. Lesa meira
LPGA: Lee og Masson leiða í hálfleik í Texas
Það eru þær Meena Lee frá Suður-Kóreu og þýska Solheim Cup stjarnan Caroline Masson, sem leiða eftir 2. dag North Texas LPGA Shootout. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 8 undir pari, 134 höggum; Lee (70 64) og Masson (67 67). Þriðja sætinu deila Natalie Gulbis og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Stacy Lewis, á samtals 7 undir pari, 135 höggum, hvor. Í 5. sæti á samtals 6 undir pari, 136 höggum er Christina Kim. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru: Lizette Salas, Morgan Pressel, Carlota Ciganda, Sandra Gal og Laura Davies. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ Lesa meira










