Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2014 | 01:00

PGA: Cabrera og Flores í forystu í hálfleik Wells Fargo – Hápunktar 2. dags

Ángel Cabrera frá Argentínu og Martin Flores frá Bandaríkjunum eru í forystu á Wells Fargo mótinu eftir 2. dag keppni. Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Flores (67 68) og Cabrera (66 69) Einn í 3. sæti er Justin Rose, einu höggi á eftir á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Til þess að sjá heildarstöðuna á Wells Fargo mótinu eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 20:00

Viðtalið: Haukur Már Ólafsson, GKG

Viðtalið í kvöld er við sigurvegara 1. maí móts GHR og Grillbúðarinnar, en mótið markar upphaf golfsumarsins hjá fjölda kylfinga.  Sigurskorið á Hellu í gær var með glæsilegra móti 4 undir pari, 66 högg!!! Sigurvegarinn er nýtekinn við starfi golfþjálfara og eru börn og unglingar í klúbbi hans afar heppin að sögn kunnugra, að hann skuli hafa tekið þjálfarastarfið að sér og kylfingar á borð við Alfreð Brynjar Kristinsson hafa látið hafa eftir sér að þeir vildu gjarnan vera barn eða unglingur í GKG í dag.  Hér fer viðtalið við sigurvegara 1. maí mótsins á Hellu 2014: Fullt nafn: Haukur Már Ólafsson. Klúbbur:    GKG. Hvar og hvenær fæddistu?    Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 19:00

LET ACCESS: Valdís Þóra á 6 yfir pari e. 1. dag í Sviss

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf í dag keppni á Association Suisse de Golf Ladies Open mótinu á LET Access mótaröðinni, sem er einskonar 2. deild og stökkbretti inn á Evrópumótaröð kvenna (LET).  Mótið fer fram á golfvelli Gams-Werdenberg golfklúbbsins, í Gams, Sviss. Valdís hóf leik á 10. teig og lék 1. hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum. Skorkort Valdísar Þóru var ansi skrautlegt en á því voru m.a. 4 fuglar, 3 skollar og 3 skrambar.  Sérstaklega var +3 skrambinn á par-4 17. holunni slæmur. Valdís Þóra deilir 91. sætinu eftir 1. dag með 8 öðrum kylfingum, m.a. hinni svissnesku Caroline Rominger. Efstar eftir 1. dag eru hin sænska Emma Westin og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Kevin Foley (2/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour hlutu kortin sín á PGA Tour. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 24. sæti, en það er Kevin Foley. Foley lék eins og efstu 25 af peningalista Web.com Tour á Web.com Tour Finals, um stöðu og varð hann í 47. sæti og hlaut ekki aukinn status við að taka þátt í því móti. Í báðum tilvikum rétt slapp hann inn á Web.com Tour og hefir ekkert gengið sérlega vel frá upphafi 2013-2014 tímabilsins, þ.e. október á s.l. ári. Kevin Foley er fæddur 24. maí 1987 í New Brunswick, New Jersey og er því 26 ára. Kevin er sá yngsti af 8 systkinum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Guðjónsdóttir – 2. maí 2014

Það er Auður Guðjónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Auður er fædd 2. maí 1943 og á því 71 ára afmæli í dag!!! Auður er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Komast má á facebooksíðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Auður Guðjónsdóttir · 71 árs afmæli – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Mike Joyce, 2. maí 1939 (74 ára); Zhang Lian-wei, 2. maí 1965 (48 ára) ….. og .. Örninn Golfverslun · 17 ára Aggystar ísland · 34 ára Hilmir Heiðar Lundevik · 32 ára Guðmundur Ragnarsson · 35 ára Trúbador ÁsgeirKr · 42 ára Birna Gudmundsdottir Herdís Sveinsdóttir · 58 ára Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 11:00

PGA: Cabrera efstur á Wells Fargo mótinu – hápunktar 1. dags

Það er Argentínumaðurinn Ángel Cabrera sem tekið hefir forystu eftir upphafsdag Wells Fargo mótsins, en það hóst í gær að venju í Quail Hollow Club í Charlotte, Norður-Karólínu. Cabrera lék fyrsta hringinn á 6 undir pari, 66 höggum; var með 7 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti skammt undan eru Martin Flores og  Phil Mickelson á 5 undir pari,  67höggum. Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 1. dag Wells Fargo mótsins SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags Wells Fargo mótsins SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 10:15

Evróputúrinn: Pittayarat efstur í hálfleik La Laguna

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er The Championship at Laguna National. Mótið fer fram í Laguna National G&CC í Tampines, Singpúr. Þegar mótið er hálfnað er það Filipseyingurinn Panuphol Pittayarat sem er í forystu er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 131 höggi (63 68).  Er þetta óbreytt staða frá deginum áður, þar sem Pittayarat leiddi. Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Bandaríkjamaðurinn David Lipsky, Felipe Aguilar frá Chile og Ástralinn Scott Hend, en þeir hafa allir leikið á samtals 12 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Championship at Laguna National SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags The Championship at Laguna National SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 10:00

GKJ: Ingvar Andri sigraði eftir bráðabana – Margrét Óskars með flesta punkta (37) í Opna 1. maí mótinu

Það voru 202 (þar af 29 kvenkylfingar) sem luku keppni í Opna 1. maí móti GKJ. Mótinu lauk ekki fyrr en að ganga 22:00 í gær en 3 mættu á teig í bráðabana, sem fara þurfti fram um 1. sætið í höggleiknum, en 3 kylfingar voru með sama skor, 5 yfir pari, 77 högg. Það var par-3 1. brautin, sem spiluð var í bráðabananum og þar var það meistari Unglingaeinvígisins í Mosó 2013, Ingvar Andri Magnússon, GR, sem sigraði með glæsifugli! Hann fær í verðlaun 25.000 kr. gjafakort í Bónus. Í 2. sæti í höggleik án forgjafar varð Adam Örn Stefánsson, GSE og í 3. sæti varð heimamaðurinn Guðjón Reyr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 09:00

GS: Dagur Ebenezers sigraði á lokamóti 50 ára afmælismótaraðar GS

Það voru 117 kylfingar (þar af 13 kvenkylfingar),  sem luku leik í lokamóti 50 ára afmælismótaraðar GS, í gær 1. maí 2014. Það voru glæsileg skor á lokamóti 50 ára afmælismótaraðar GS, 1. maí 2014. Dagur Ebenezers, GKJ og núverandi klúbbmeistari GKJ Kristján Þór Einarsson léku Leiruna báðir á 3 undir pari, 69 höggum!!!  Dagur var betri á seinni 9 með 34 högg meðan Kristján Þór var með 36 högg. Í 3. sæti í höggleiknum varð stigameistari GSÍ 2013 í piltaflokki Aron Snær Júlíusson, GKG á 2 undir pari, 70 og í 4. sæti einnig á 2 undir pari varð golfkennarinn landsþekkti Ingvi Rúnar Gíslason, GS. Í punktakeppninni fékk heimakonan Elísabet Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 08:30

LPGA: Pettersen efst e. 1. dag í Texas

Það er norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag North Texas LPGA Shootout, sem fram fer í Las Colina CC í Irving, Texas.  Suzann lék 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum. Sex kylfingar deila 2. sætinu á 4 undir pari, 67 höggum hver: Michelle Wie,  Solheim Cup stjarnan þýska Caroline Masson, Christina Kim, Cydney Clanton, Dori Carter og Cristie Kerr. Í 6. sæti enn 1 höggi á eftir þ.e. á 3 undir pari, 68 höggum voru síðan P.K Kongkraphan frá Thaílandi, Xi Yu Lin frá Kína og bandaríska stúlkan Amelía Lewis. Til þess að sjá stöðuna á North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR: