Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 21:00

Afrekskylfingar GSÍ í æfingabúðum á Akranesi

Helstu afrekskylfingar Íslendinga í golfi voru í æfingabúðum GSÍ á Garðavelli á Akranesi nú um helgina. Aðstæður voru að sögn landsliðsþjálfarans, Úlfars Jónssonar, afar krefjandi í gær, laugardaginn 3. maí 2014, en í mikil  blíða, nú í dag, sunnudaginn 4. maí 2014. Úlfar sagði Garðavöll líta afar vel út og hvetur alla kylfinga til kíkja þangað. Flatirnar séu þegar orðnar frábærar þó vorið sé nýkomið, sagði hann. Ásamt Úlfari voru Brynjar Eldon og Birgir Leifur Hafþórsson með afrekskylfingunum.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 20:00

GR: Þorvaldur Freyr, Gestur Jóns og Kristinn Árna sigruðu á Opnunarmóti Korpu

Opnunarmót Korpúlfsstaðavallar fór fram í dag, 4. maí 2014,  en um innanfélagsmót var að ræða. Leikin var lykkjan Sjórinn/Áin. Alls luku 163 leik, þar af 18 kvenkylfingar. Keppnisfyrirkomulag var forgjafarskipt punktakeppni með forgjöf.  Eftirfarandi lentu í sigursætum: Forgjöf 0 – 8,5; 1. sæti: Þorvaldur Freyr Friðriksson. GR. 39 pkt. Hann hlaut í verðlaun gjafabréf með WOW air að verðmæti 40.000 kr. 2.sæti: Karl Ómar Jónsson. GR. 38 pkt. Hann hlaut í verðlaun flug innanlands með Flugfélagi Íslands 3.sæti: Árni Freyr Sigurjónsson. GR. 35 pkt. (Var með 19 pkt. á seinni ) og  hlaut í verðlaun gjafabréf á Grillmarkaðinn að verðmæti 15.000 kr. Forgjöf 8,6 – og hærra 1. sæti: Gestur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rory McIlroy ——— 4. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er nr. 11 á Rolex-heimslistanum, norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy. Hann er fæddur 4. maí 1989 og á því 25 ára stórafmæli í dag.  Rory er trúlofaður tennisdrottningunni Caroline Wozniacki, en þau trúlofuðust nýársdag 2014 og munu giftast í New York í haust. Sjá grein Golf 1 um það með því að  SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Charles Ross „Sandy“ Somerville, f. 4. maí 1903 – d. 17. maí 1991;  Betsy Rawls, 4. maí 1928 (86 ára);   Jyoti Randhawa, 4. maí 1972 (42 ára – Indverskur); Örvar Samúelsson,  (GA) 4. maí 1991 (23 ára)  ….. og …… Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir F. 4. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Wes Roach (4/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 22. sæti, en það er Bandaríkjamaðurinn Wes Roach.  (Úff það hefir örugglega ekki verið auðvelt að vaxa úr grasi með þetta eftirnafn í Bandaríkjunum en fyrir þá sem ekki vita það þýðir roach, kakkalakki!) Roach lék eins og efstu 25 af peningalista Web.com Tour á Web.com Tour Finals, um stöðu og varð hann í XX. sæti og hlaut ekki aukinn status við að taka þátt í því móti. Í báðum tilvikum rétt slapp hann inn á PGA Tour og hefir ekkert gengið sérlega vel frá upphafi 2013-2014 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 12:00

GL: Davíð Búason efstur þeirra 16 sem áfram komust e.1. mót Frumherjabikarsins

Í gær fór 1. mótið í Frumherjabikarnum á Garðavelli á Akranesi. Frumherjabikarinn var haldinn í fyrsta skipti árið 1986 á 20 ára afmæli Leynis. Gefendur voru Svein Hálfdánarson, Leifur Ásgrímsson, Guðmundur Magnússon, Þorvaldur Þorsteinsson og Guðmundur Sigurðsson, en þessir heiðursmenn skipuðu fyrstu stjórn Golfklúbbsins Leynis árið 1965, sem þá hét Golfklúbbur Akraness. Í gær var leikinn 18 holu höggleikur og komust 16 áfram í næsta mót sem haldið verður 15 maí n.k. Eftirfarandi 16 komust áfram: 1 Davíð Búason GL 3 F 39 39 78 6 78 78 6 2 Axel Fannar Elvarsson GL 9 F 42 39 81 9 81 81 9 3 Búi Örlygsson GL 6 F 44 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Lee Westwood? (1/4)

Lee John Westwood OBE varð 41 árs í s.l. mánuði og sigraði á Maybank Malaysian Open nú 20. apríl s.l. Í þessum mánuði (2/5 2014) komst hann síðan ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow í Norður-Karólínu.  Sem stendur er Lee ekki einu sinni meðal topp-10 kylfinga á heimslistanum, en hann vermir 30. sætið á heimslistanum, sem stendur. Á þessum tímamótum í lífi Westwood, sem oft er nefndur Westy er ætlunin hér á Golf1.is að birta grein um hann í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn? Hér birtist sem sagt 1. hlutinn í 4 greina greinaröð um Lee Westwood: Lee Westwood er fæddur í Worksop, Nottinghamshire, 24. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 08:30

Evróputúrinn: Aguilar sigraði í Singapúr

Það var Felipe Aguilar frá Chile sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, The Championship at Laguna National, í Laguna National G&CC, í Tampines, Singapúr. Þetta er fyrsti sigur Aguilar á Evróputúrnum. Hann var að vonum kátur með sigurinn og sagði m.a. að honum loknum: „Í gær (þ.e. laugardag) átti ég ekki góðan hring og þegar maður dettur svona langt aftur þá telur maður sig ekki eiga sjéns,“ en hann var í forystu þar til hann fékk skramba á 13. holu eftir að fara í vatn. „Í dag var eftir 9 holur var ég 2 höggum á fetir og vissi að ég yrði að kafa djúpt inn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 08:00

GHG: Pétur Sigurdór Pálsson sigraði á Jaxlamóti Steingríms

Sumardaginn fyrsta sl. fór fram Jaxlamót Steingríms á Gufudalsvelli þeirra Hvergerðinga. Þetta var 9 holu punktamót, innanfélagsmót,  fyrir þá sem tóku þátt í hreinsunardeginum á golfvellinum. Alls tóku 21 þátt í mótinu, þar af 2 kvenkylfingar, Harpa Rós Björgvinsdóttir og Helga Svanlaug Bjarnadóttir. Í mótinu sigraði Pétur Sigurdór Pálsson, en hann fékk 21 punkt á holurnar 9.  Í 2. sæti varð Þorsteinn Ingi Ómarsson, en hann var með 20 punkta og annar kvenkylfinganna sem þátt tók, Harpa Rós Björgvinsdóttir varð í 3. sæti á 18 punktum! Sjá má heildarúrslit úr Jaxlamóti Steingríms hér að neðan: 1 Pétur Sigurdór Pálsson GHG 15 F 0 21 21 21 21 2 Þorsteinn Ingi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 07:30

LPGA: Lee og Lewis leiða fyrir lokahringinn í Texas

Það eru Meena Lee frá Suður-Kóreu og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Stacy Lewis,  sem eru í efsta sæti á North Texas LPGA Shootout Presented by JTBC. Báðar eru þær Lee og Lewis búnar að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum. Lewis var með 3 fugla og 1 skolla í hring sínum upp á 69 og var komin í 9 undir par á par-4 12. holu. Það var ekki fyrr en á 14. holu þegar Lee fékk skolla að þær voru jafnar. „Þetta var pirrandi“ sagði Lewis. „Ég var að slá boltann virkilega, virkliega vel í dag og gaf sjálfri mér fullt af tækifærum og hitti fullt af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 07:00

GBR: Óskar Bjarni Ingason og Magnús Kári Jónsson sigruðu á 1. maí mótinu

Á Verkalýðsdaginn, 1. maí 2014, fór fram mót á hinum nýja Brautarholtsvelli á Kjalarnesi. Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöfþ Þátttakendur voru 70 kylfingar þar af 2 kvenkylfingar. Á besta skori í mótinu var Óskar Bjarni Ingason, GR, 72 höggum og hlaut hann í verðlaun 10 skipta aðgangskort í Brautarholt og inneignarkort í golfverslun að verðmæti kr. 10.000. Í punktakeppninni voru sigurvegarar eftirfarandi: 1. sæti  Magnús Kári Jónsson, GKG, var á 37 punktum.  Hann hlaut í verðlaun 10 skipta aðgangskort í Brautarholt og inneignarkort í golfverslun að verðmæti kr. 10.000. 2. sæti Davíð Hlíðdal Svansson,GOB, 34 punktar (18 punktar á seinni 9). Hann fékk í verðlaun 5 skipta aðgangskort í Lesa meira