Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Hansen efstur ásamt Pittayarat fyrir lokahringinn í Singapúr – Myndskeið frá 3. degi

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er The Championship at Laguna National. Mótið fer fram í Laguna National G&CC í Tampines, Singapúr.

Fyrir lokahringinn eru það Daninn Anders Hansen og Filipseyingurinn Panuphol Pittayarat sem eru í forystu;  eru báðir samtals búnir að spila á 16 undir pari, 200 höggum; Pittayarat (63 68 69) og Hansen (67 66 67).

Þriðja sætinu deila 2 kylfingar: Hollendingurinn Robert Jan Derksen og Bandaríkjamaðurinn David Lipsky, en þeir hafa báðir leikið á samtals 14 undir pari og eru því tveimur höggum á eftir forystumönnunum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Championship at Laguna National SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags The Championship at Laguna National SMELLIÐ HÉR: