Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2014 | 20:30

LET ACCESS: Valdís Þóra í 92. sæti eftir 2. dag í Sviss

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Association Suisse de Golf Ladies Open mótinu á LET Access mótaröðinni, sem er einskonar 2. deild og stökkbretti inn á Evrópumótaröð kvenna (LET).

Mótið fer fram á golfvelli Gams-Werdenberg golfklúbbsins, í Gams, Sviss.

Valdís hefir samtals leikið á 14 yfir pari, 158 höggum (78 80) og er í 92. sæti eftir 2. dag mótsins.

Í dag lék Valdís Þóra á 80 höggum; fékk 9 skolla og 1 fugl. Hún er úr leik þ.e. ljóst er að hún kemst ekki í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna  eftir 2. dag Association Suisse de Golf Ladies Open mótinu SMELLIÐ HÉR: