Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2014 | 20:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Miguel Angel Caballo (3/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 22. sæti, en það er Miguel Ángel Caballo.

Caballo lék eins og efstu 25 af peningalista Web.com Tour á Web.com Tour Finals, um stöðu og varð hann í 43. sæti og hlaut ekki aukinn status við að taka þátt í því móti. Í báðum tilvikum rétt slapp hann inn á PGA Tour og hefir ekkert gengið sérlega vel frá upphafi 2013-2014 tímabilsins, þ.e. október á s.l. ári.

Miguel Ángel Caballo  er fæddur 22. mars 1979 í Bahía Blanca í Argentínu og er því 35 ára.  Hann er kallaður „El Tati“ af vinum sínum.

Caballo byrjaði ungur í golfi, sem kaddý aðeins 11 ára. Hann lærði golf með því að sveifla með trjágrein og vann sér inn peninga með því að selja golfbolta sem hann veiddi upp úr tjörnum.  Hann fékk fyrsta golfsettið sitt 13 ára, sem hann vann sér sjálfur fyrir, en fjölskylda hans var fátæk og hann er sá 5. í röðinni af 8 börnum foreldra sinna.

Caballo gerðist atvinnumaður fyrir 12 árum, þ.e. 2002. hann hefir síðan þá spilað á ýmsum mótaröðum: Tour Argentino (2002–03); Tour de las Américas from (2003–04); Challenge Tour (2004–05); Evrópumótaröðinni (2006); Web.com Tour (2007–11, 2013) og PGA Tour árið 2012.

Caballo er fyrsti Argentínumaðurinn sem sigraði á Nationwide Tour (fyrirrennara Web.com Tour) og það hefir hann gert tvívegis: fyrst 2007 á Movistar Panama Championship og í seinna skiptið á Children’s Hospital Classic 9. október 2011.

Eins hefir Caballo sigrað einu sinni á Challenge Tour þ.e. á Abierto Telefonica de Guatemala 5. febrúar 2006.

Ýmiss fróðleikur um Caballo:

Caballo segir að Tiger Woods sé helsta fyrirmynd hans í golfinu.

Hápunkturinn á ferli sínum segir Caballo vera þegar hann vann fyrsta bráðabana sinn á atvinnumótaröð.

Cites winning a playoff in his first professional tournament as his biggest thrill in golf.  Hann fékk kærustu sína til þess að kaddýast fyrir sig vegna þess að hann hafði ekki efni á öðrum kaddý.