Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2014 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Kevin Kisner (13/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 13 sæti, en það er  Kevin Kisner.  Kisnerlék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 15. sæti, (af 50) og bætti því aðeins stöðu sína. Kevin Kisner fæddist 15. febrúar 1984 í Aiken, Suður-Karólínu og er því 29 ára.  Kisner var í South Aiken High School í Suður-Karólínu, þar sem hann var í golfliði skólans og vann m.a. 2 4A meirstaramót í ríkinu (ens. State Championships.) Kisner útskrifaðist frá University of Georgia 2006 með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2014 | 12:00

Rose bjartsýnn fyrir Wentworth – Myndskeið

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er flaggskipsmót mótaraðarinnar BMW Championship í Wentworth. Justin Rose er ansi bjartsýnn á gott gengi sitt þar. Sjá má myndskeið með Rose með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2014 | 11:00

GR: Spilað tímabundið inn á vetrarflöt á 15. braut Korpu

Eftirfarandi tilkynning er inn á vef grgolf.is frá vallarstjóra Korpunnar, Hólmari Frey Christianssyni: „Vegna þess hve erfiður veturinn var þá sluppu ekki allar flatir vallarins við skemmdir og er 15. flötin á Korpunni ekki að ná sér af stað. Þess vegna hefur verið brugðið á það ráð að loka flötinni í bili til að reyna að fá sprettuna af stað. Sett hefur verið upp bráðabirgða flöt en stefnt er að því að hafa flötina ekki lokaða lengi. Einnig hefur verið tekið útaf nokkrum teigum sem eiga einnig erfitt uppdráttar.   Er það mín von að við komumst hratt og vel í gegnum þetta. Einnig trúum við að þessar aðgerðir verði til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2014 | 10:00

GOS: Ásgeir Páll og Bjarni Auðunsson sigruðu á Vormótinu

S.l. sunnudag 18. maí 2014 fór Vormótið fram á Svarfhólsvelli. Þátttakendur voru 41, þar af 4 kvennkylfingar.  Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Af konunum stóð sig best Þórkatla Aðalsteinsdóttir, GR en hún var á 28 punktum og klúbbmeistari GOS í kvennaflokki 2013; Alexandra Eir Grétarsdóttir, en hún var á besta skorinu af konunum 91 höggi. Á besta skorinu í mótinu var heimamaðurinn Ásgeir Páll, en hann lék Svarfhólsvöll á 77 höggum. Helstu úrslit í punktakeppnishluta mótsins voru eftirfarandi: 1. sæti Bjarni Auðunsson, GOS, 40 pkt. 2. sæti Arnar Már Einarsson, GKJ, 38 pkt. 3. sæti Magnús Arnar Kjartansson, GKG, 37 pkt.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2014 | 08:00

Tiger efaðist um að hann myndi nokkru sinni aftur spila golf

Tiger Woods veit enn ekki fyrir víst hvenær hann muni snúa sér aftur að golfleik. Það eina sem komið hefir frá honum og umboðsmanni hans Mark Steinberg í þá 2 mánuði, sem hann er búinn að vera frá golfi er að hann  muni taka þátt í nýrri liðakeppni í Argentínu (Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:) En á tímabili efaðist Tiger um að hann myndi nokkru sinni aftur geta spilað golf. Tiger hefir sagt að bakmeiðsli hans hafi verið orðin slík að hann hafi efast um getu sína til þess að spila golf aftur. „Gleymið því alveg að geta spilað golf á hæsta stigi. Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 20:23

Fundur um tillögu að sameiningu GKJ og GOB mánudaginn 26. maí n.k. kl. 20 í Lágfellsskóla

Stjórnir GKj og GOB hafa boðað til sameinlegs kynningarfundar fyrir félagsmenn klúbbanna til að kynna tillögur að sameiningu klúbbanna í nýjan Golfklúbb Mosfellsbæjar. Á fundinum verður farið yfir ýmis atriði og kynnt svo sem fyrirkomulag sameiningar og lög félagsins ásamt því að kynntar verða tillögur að logomerki nýs félags. Kynntur verður stofnsamningur klúbbanna, tillaga að fyrstu stjórn klúbbsins ásamt fyrirkomulagi félagsgjalda. Síðast en ekki síst verður farið yfir grunnþætti fyrirhugaðar framkvæmda á vallarsvæðunum á Hlíðavelli og Bakkakotsvelli og hvað þær munu gera fyrir framtíð nýs golfklúbbs. Fundarstaður: Hátíðarsalur Lágafellsskóla Mosfellsbæ Fundartími: Mánudagskvöldið 26. maí næstkomandi kl. 20.00 Í framhaldi af þessu kynningarfundi munum GOB og Gkj boða til félagsfunda í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 20:00

Michelle Obama í SNAG

Það er vitað mál að ein uppáhaldsiðja Bandaríkjaforseta, Barack Obama, í frístundum sínum, er að vera í golfi. Hann hefir ekki hlotið svo litla gagnrýni fyrir áhugamál sitt, en pólítískir andstæðingar hans hafa m.a séð sér leik á borði með því að reyna að klekkja á honum í kosningum – segja hann verja of mikinn tíma við golfiðju sína á kostnað skattgreiðenda. Þeir sem reyna að klekkja á Obama virðast ekki vera í golfi sjálfir – því þeir sem þekkja golfleikinn af eiginn raun og eru góðir í golfi í röðum andstæðinga stigu fram á sínum tíma til varnar Obama… og sést þá hversu frábært golfið er að það tengir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 19:00

PGA: Óheppni Harrington-Myndskeið

Allir sem hafa spilað golf vita hversu ergilegt það er þegar boltinn rétt fer framhjá holu. En það eru eflaust fáir sem hafa verið jafn óheppnir í stórmóti og Írinn Pádraig Harrington í gær á HP Byron Nelson Championship, Hann átti hið fullkomna högg að pinna fyrir erni og boltinn fór í holu…. en skoppaði síðan upp úr aftur! Harrington var sjokkeraður en það er ekki hægt annað en að dást að því hvernig hann hélt stillingu sinni. Hann lauk síðan lokahringnum á 74 höggum og lauk keppni jafn öðrum í 22. sæti. Til þess að sjá myndskeið af óheppni Harrington SMELlIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ingjaldur Valdimarsson. Ingjaldur er fæddur 19. maí 1961 og því 53 ára í dag. Ingjaldur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér: Ingjaldur Gjalli Valdimarsson (53 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Michael Dean Standly 19. maí 1964 (50 ára stórafmæli!!!);  KJ Choi 19. maí 1970 (44 ára);  Brynja Þórhallsdóttir, GK, 19. maí 1970 (44 ára) ….. og …….. Vilborg Ingvaldsdottir (63 ára) Áslaug Birna Bergsveinsdóttir (19 ára) Fatasíða Á Akureyri Kærleikskrásir Og Kruðerí Flúðum (20 ára – Endilega líta við ef þið spilið Selsvöll á Flúðum!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Brice Garnett (12/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 14. sæti, en það er  Brice Garnett.  Garnett lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 23. sæti, þ.e. fyrir miðju þeirra 50 sem spila í Finals. Staða hans breyttist því ekkert hann varð fyrir miðju bæði á peningalistanum og í Finals. Brice Garnett fæddist 6. september 1983 í Gallatin, Missouri og er því 30 ára. Það var pabbi Garnett sem kynnti hann fyrir golfíþróttinni þegar hann var 4 ára og síðan þá Lesa meira