
Tiger efaðist um að hann myndi nokkru sinni aftur spila golf
Tiger Woods veit enn ekki fyrir víst hvenær hann muni snúa sér aftur að golfleik.
Það eina sem komið hefir frá honum og umboðsmanni hans Mark Steinberg í þá 2 mánuði, sem hann er búinn að vera frá golfi er að hann muni taka þátt í nýrri liðakeppni í Argentínu (Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:)
En á tímabili efaðist Tiger um að hann myndi nokkru sinni aftur geta spilað golf.
Tiger hefir sagt að bakmeiðsli hans hafi verið orðin slík að hann hafi efast um getu sína til þess að spila golf aftur.
„Gleymið því alveg að geta spilað golf á hæsta stigi. Ég gat ekki einu sinni farið fram úr rúminu,“ sagði Tiger.
„Ég efaðist svo sannarlega á þessum puntki. Hvernig verður þetta? Verð ég nokkru sinni verkjalaus? Get ég virkilega gert þetta aftur, þ.e. farið úr rúminu, farið út að leika mér með börnunum mínum og spilað golf? Allt þetta var í óvissu.“
Tiger sagði að allar efasemdir sínar hefðu samt þurrkast út við bakuppskurðinn sem hann gekkst undir 31. mars s.l.. Hann sagði að aðgerðin hefði þegar slegið á verki sína, þó hann vissi enn ekki hvenær hann myndi geta snúið aftur í keppnisgolfið – eða bara tekið fulla sveiflu. Í augnablikinu getur hann lítið gert annað en að vippa og pútta.
„Það er ekki undir mér komið hvort ég spili aftur, það er undir læknunum mínum komið,“ sagði Tiger.
„Ég vil augljóslega spila núna.“
Tiger gaf viðtal í Congressional Country Club þar sem hann verður gestgjafi í móti næsta mánaðar Quicken Loans National og grínaðist með að hann vildi jafnvel hitta fréttamenn „jafnvel þó mér finnist ekkert gaman að spila við ykkur,“ 🙂
Tiger sagði að meiðsli hans væru öðruvísi en önnur sem hann hefði verið með áður; endurhæfingin væri erfið og það væri krefjandi að neita því að leika við börnin þegar þau vildi fá hann með í íþróttir sem þau stunda.
„En ég segi ykkur þetta,“ sagði hann „Ég er ansi góður í tölvuleikjum.“
„Líkt og aðrir íþróttamenn vil ég spila á mínum eigin forsendum og spila á hæsta stigi eins lengi og ég vil. Fyrir suma er það þar til þeir eru 60-70 ára aðrir hætta 40-50 ára.“
„En áður en ég fór í uppskurð fannst mér ekki að ég myndi eiga nokkra framtíð ef mér myndi líða eins og mér leið … Nú þegar ég er búinn í aðgerð er ég spenntur fyrir hvernig þetta fer. Ég er spenntur fyrir feril mínum. Ég verð fær um að gera það sem ég vil, eins lengi og ég vil!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024