Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 14:00

GR: 90 í skemmtilegri óvissuferð GR-kvenna

Á heimasíðu GR mátti lesa eftirfarandi um skemmtilega stemmningu í óvissuferð GR kvenna: „Það var frábær stemmning þegar GR konur mættu til leiks í árlega óvissuferð sem farin var á dögunum. Úr andlitum mátti fráleitt lesa erfiðan vetur enda var eins og þær spryngi út í blóma sínum á vellinum í Borgarnesi en einmitt þangað reyndist óvissuferðin stefna að þessu sinni.   Veðurguðirnir léku við okkar konur eins og lög klúbbsins gera ráð fyrir, struku þeim á vanga, yljuðu og vökvuðu þær inná milli, svona rétt til þess að minna á hnattstöðu Íslands. Að móti loknu tók starfsfólk Hótels Hamars á móti mannskapnum þar sem snæddur var dýrindis kvöldverður að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 13:00

GKJ: Jóhann B. Hjörleifsson með ás

Það er stutt á milli draumahögga á Hlíðavelli þessa dagana. Jóhann B. Hjörleifsson úr GKJ gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 12. holu á föstudagskvöldið, 16. maí 2014. Stutt er síðan Haukur Sörli, Kristborg, Pétur og Dagur náðu draumahöggum. Sjá má frétt Golf1 um framangreind draumahögg með því að smella á eftirfarandi HAUKUR SÖRLI;  DAGUR ;  KRISTBORG OG PÉTUR; Golf 1 óskar Jóhanni til hamingju með ásinn og að vera kominn í Einherjaklúbbinn!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 10:30

GO: Eyvindur Sveinn og Rögnvaldur sigruðu í Opnunarmótinu

Í gær, 18. maí 2014, fór fram Opnunarmót Golfklúbbsins Odds og var sú breyting gerð að forkeppni fyrir holukeppni GO var innvikluð í mótið. Virkaði þetta þannig að keppendur skráðu sig í holukeppni í afgreiðslu eða í síðasta lagi við greiðslu á mótsgjaldi í opnunarmótið, keppendur spiluðu svo í opnunarmótinu eins og hefðbundið , en eftir mótið  kemur  mótanefnd til með að raða keppendum inn í holukeppni miðað við fjölda þáttakenda og miðar þar við 64/32/16/8/4/2 þátttakendur eftir því sem við á. Alls luku 191 manns keppni í mótinu (þar af 77 kvenkylfingar) og stóð Ágústa Arna Grétarsdóttir, GO, sig best af konunum, en hún var með 36 punkta, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 10:00

GOB: Sigríður Ingibjörg sigraði á Opnunarmótinu

Opnunarmót GOB var haldið í gær, 18. maí 2014 í Bakkakoti.  Þátttakendur voru 34, þar af aðeins 1 kvenkylfingur. Og það þurfti ekki fleiri konur til…. sigurvegari mótsins var klúbbmeistari GOB 2013 í kvennaflokki Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir, en enginn var með fleiri punkta en hún! Helstu úrslit urðu sem hér segir:  1. sæti: Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir GOB (37 punktar) 2. sæti: Halldór Magni Þórðarson GOB (33 punktar) 3. sæti: Gísli Jónsson GOB (32 punktar, fleiri punktar á seinni 9) 4. sæti: Sigurbjörn Theódórsson GK (32 punktar) 5. sæti: Arnar Bjarnason GR (30 punktar, fleiri punktar á seinni 9)   Sigurþór Jónsson, GB, var á besta skorinu 72 höggum.   Að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 09:00

NK: Nökkvi og Davíð Kristján sigruðu í 1. móti Ecco forkeppninnar

Það var fremur hráslaglegt veður sem tók á móti fyrstu keppendunum í ECCO mótinu laugardaginn 17. maí 2014. Það hlýnaði þó þegar líða tók á daginn og þrátt fyrir stöku skúri var ágætis golfveður á Nesvellinum. ECCO mótið er eins og venjulega bæði sjálfstætt mót og einnig forkeppni fyrir Bikarkeppni klúbbsins og Klúbbmeistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í höggleik með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr mótinu í dag. Nökkvi Gunnarsson sigraði í höggleik án forgjafar á 67 höggum og með forgjöf sigraði Davíð Kristján Guðmundsson á 68 höggum nettó. Sú sjaldgæfa staða kom upp 7 kylfingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 08:00

GL: Eggert og Þröstur sigurvegarar Skemmumótsins

Laugardaginn 17. mai 2014 fór fram stóra opna skemmumótið í boði Verkalýðsfélags Akranes.  Mótið fór fram við ágætis vallaraðstæður þar sem 76 kylfingar tóku þátt (þar af 5 kvenkylfingar). Af konunum stóð sig best Vigdís Ólafsdóttir, GÁ var með 34 punkta en heimakonan Sigurbjörg J. Sigurðardóttir, GL var á besta skorinu 92 höggum. Úrslit urðu eftirfarandi: Forgjafaflokkur 0-9: 1. Eggert Kristján Kristmundsson GR, 36 punktar 2. Jóhannes Ásbjörn Kolbeinsson GOB, 35 punktar (betri á seinni níu) 3. Grímur Þórisson GÓ, 35 punktar Forgjafaflokkur 9.1 og yfir: 1. Þröstur Vilhjálmsson GL, 38 punktar (betri á seinni níu) 2. Hafþór Ægir Vilhjálmsson GSG, 38 punktar 3. Páll Halldór Sigvaldason GL, 34 punktar Á besta skorinu í mótinu varð: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 02:00

PGA: Todd sigraði í Texas! – Hápunktar 4. dags

Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd sigraði á HP Byron Nelson Championship í Irving Texas nú fyrr í kvöld. Sigurskor Todd var samtals 14 undir pari, 266 högg (68 64 68 66) sem sagt fjórir glæsihringir undir 69 eins og sjá má! Sjá má kynningu Golf1 á Todd með því að SMELLA HÉR:  Þetta er fyrsti sigur Todd á PGA mótaröðinni og fyrir sigurinn hlýtur hann $1,242,000 Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Todd var Kanadamaðurinn Mike Weir og 3. sætinu deildu þeir Marc Leishman frá Ástralíu og Charles Howell III, báðir á samtals 10 undir pari, hvor.  Á þessu sést að sigur Todd var býsna sannfærandi! Forystumaður gærdagsins, Louis Oostuizen,  sem var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 01:00

LPGA: Salas með sinn 1. sigur!!!

Loksins tókst það!!! Lizette Salas hélt haus og innbyrti sinn fyrsta sigur á LPGA mótaröðinni nú fyrr í kvöld og það á Kingsmill Championship í Williamsburg, Virginíu …. og það yfirburðarsigur, en hún átti 4 högg á næstu keppendur!!! Sigurinn hefir verið í burðarliðnum allt frá því Salas slapp naumlega inn á LPGA mótaröðina 2012 gegnum Q-school, en s.l. ár hefir hún oft þurft að láta sér lynda 2. sætið  eða verið meðal topp-5 og sigurinn því sætur!!! Salas lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (67 68 65 71)!!!  Sjá má kynningu Golf 1 á Salas með því að SMELLA HÉR:  Öðru sætinu deildu fyrrum nr. 1 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 00:30

Evróputúrinn: Jimenez sigraði á Opna spænska e. bráðabana – Hápunktar 4. dags

Það var heimamaðurinn  Miguel Ángel Jiménez, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna spænska, sem fram fór á PGA Catalunya, í Girona á Spáni Samtals lék Jiménez á 4 undir pari, 284 höggum (69 73 69 73) og hlaut € 250.000,- í verðlaunafé fyrir 1. sætið. Eftir hefðbundnar 72 holur var Jiménez jafn þeim Richard Green og forystumanni mestallt mótið Belgíumanninum Thomas Pieters og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Par-4 18. holan var því spiluð aftur og þar vann Jiménez með pari meðan þeir Green og Pieters fengu skolla. Með þessu setti Jimenez nýtt met en hann er fyrsti kylfingurinn til þess að sigra mót á Evrópumótaröðinni eldri en 50 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir.  Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og er  í Nesklúbbnum. Hún á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. tók hún þátt í Lancôme mótinu á Hellu 4. maí s.l. og má sjá mynd af  ráshóp hennar hér fyrir neðan (Ágústa Dúa er 2. f.v.): Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis 18. maí 1951 (63 ára); Joe Naomichi Ozaki 18. maí Lesa meira