Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 20:23

Fundur um tillögu að sameiningu GKJ og GOB mánudaginn 26. maí n.k. kl. 20 í Lágfellsskóla

Stjórnir GKj og GOB hafa boðað til sameinlegs kynningarfundar fyrir félagsmenn klúbbanna til að kynna tillögur að sameiningu klúbbanna í nýjan Golfklúbb Mosfellsbæjar. Á fundinum verður farið yfir ýmis atriði og kynnt svo sem fyrirkomulag sameiningar og lög félagsins ásamt því að kynntar verða tillögur að logomerki nýs félags.

Kynntur verður stofnsamningur klúbbanna, tillaga að fyrstu stjórn klúbbsins ásamt fyrirkomulagi félagsgjalda. Síðast en ekki síst verður farið yfir grunnþætti fyrirhugaðar framkvæmda á vallarsvæðunum á Hlíðavelli og Bakkakotsvelli og hvað þær munu gera fyrir framtíð nýs golfklúbbs.

Fundarstaður: Hátíðarsalur Lágafellsskóla Mosfellsbæ

Fundartími: Mánudagskvöldið 26. maí næstkomandi kl. 20.00

Í framhaldi af þessu kynningarfundi munum GOB og Gkj boða til félagsfunda í sitt hvoru lagi þar sem kosið verður um sameiningu klúbbanna.

Félagsmenn beggja klúbba eru beðnir um fjölmenna á kynningarfundinn enda spennandi tímar framundan fyrir golfíþróttina í Mosfellsbæ.