Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 10:00

Kemst Westwood í Ryderinn? – Myndskeið

Stóra spurning sumarsins er hvort Lee Westwood komist í Ryder bikars lið Evrópu, sem keppir í haust við lið Bandaríkjanna í Gleneagles í Skotlandi, þ. 26. september n.k. Westwood gekk ekkert sérlega vel á s.l. ári og hefir enn ekki sýnt fyrri stöðuleikasnilldartakta það sem af er árs. Ja, ef undan er skilinn sigur hans á Maybank Malasian Open 20. apríl s.l. er fátt um fína drætti. En það er enn von – Westwood vonast eftir 1. risamótssigri sínum á Opna bandaríska í næsta mánuði – og fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu, Paul McGinley gerir það líka, þar sem Westwood er jú einu sinni einn reynslumesti Ryder Cup leikmaður Evrópu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Már Óskarsson – 26. maí 2014

Það er Andri Már Óskarsson, GHR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Andri Már fæddist 26. maí 1991 og er því 23 ára í dag. Andri Már varð í 2. sæti á 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar 2014 og var með í Leirulogninu á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettó-mótinu,  á Hólmsvelli í gær; varð reyndar í 10. sæti af 72 keppendum með skor upp á 11 yfir pari, 227 högg (80 72 75).   Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Andri Már Óskarsson (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jamie Spence, 26. maí 1963 (51 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 15:30

GA-konur á ferðalagi í Borgarnesi

Kvennaferð GA 2014 var farin helgina, 16.-18. maí 2014. Að þessu sinni var ferðinni heitið á Hótel Hamar í Borgarnesi og fóru 19 konur galvaskar frá Akureyri. Lagt var af stað á föstudagsmorgun þann 16 maí. Spilaðar voru 18 holur alla 3 dagana sem ferðin stóð yfir. Veðrið lék svona nokkurn vegin við GA-konurnar. Móttökur og allur aðbúnaður var eins og best var á kosið þó völlurinn hafi verið pínu blautur á köflum. Stjanað var að sögn við GA-konurnar alveg hægri, vinstri og kunna þær bestu þakkir fyrir. Heimild: gagolf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 12:45

GR: 117 tóku þátt í 80 ára Afmælismóti GR

Rétt rúmlega 117 kylfingar tóku þátt á 80 ára Afmælismóti Golfklúbbs Reykjavíkur sem fram fór á Grafarholtsvelli í gær, 25. maí 2014. Rok og rigning gerðu kylfingum erfitt fyrir. Varaformaður klúbbsins Björn Víglundsson sló fyrsta högg mótsins og opnaði jafnframt Grafarholtsvöll formlega fyrir sumarið. Árni Freyr Sigurjónsson lék best í höggleiknum eða á 75 höggum en Sigurður Óli Jensson og Lárus Ögmundsson sigruðu í punktakeppninni í sínum forgjafarflokkum. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3. holum vallarins. Úrslit úr mótinu má sjá hér að neðan: Flokkur 0 – 8,4: 1. sæti Sigurður Óli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 12:00

Rory segir sigurinn ólíkan brúðkaupi sínu

Norður-írski kylfingurinn, Rory McIlroy,  sem sigraði s.l. sunnudag, 25. maí 2014 á BMW PGA Championship á líklegast að baki sér eina viðburðaríkustu viku ævi sinnar. Daginn fyrir mótið sleit hann áætluðu brúðkaupi sínu og dönsku tennisstjörnunnar Caroline Wozniacki. Í viðtali eftir sigurinn í Wentworth sagði hann m.a. sigurinn ólíkan brúðkaupi sínu að því leyti að honum (sigrinum) hefði verið ætlað að vera (ens.: was meant to be). Hann sagði þennan sigur jafnframt ótrúlegan, hann hefði ekki búist við honum, en fyrir mótið sagðist Rory m.a. vera hálf annars hugar og það mætti ekki búast við miklu af sér. Hann sagði samt að besti staðurinn fyrir sig að vera á væri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 10:30

LPGA: Jessica Korda sigraði á Airbus LPGA mótinu

Bandarísk-tékkneski kylfingurinn Jessica Korda stóð uppi sem sigurvegari á  Airbus LPGA mótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fór fram á Crossings golfvellinum á RTJ Trail, Magnolia Grove, í Mobile, Alabama. Korda  lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 67 69 65). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir var hin sænska Anna Nordqvist, en hún lék á samtals 19 undir pari, 267 höggum (68 66 66 69). Enn öðru höggi á eftir í 3. sæti urðu þær Michelle Wie, Catriona Matthews og Charley Hull. Til þess að sjá lokastöðuna á Airbus LPGA mótinu  SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 10:15

Heimslistinn: Rory upp í 6. sæti!

Ýmsar breytingar urðu á heimslistanum eftir mót helgarinnar. Vegna sigurs síns á Wentworth á BMW PGA Championship, flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar fer Rory McIlroy úr 10. sætinu upp um 4 sæti og er nú kominn í 6. sæti heimslistans. Írinn Shane Lowry stóð sig líka fautavel í mótinu og er líklega hástökkvarinn af kylfingum á BMW – fer úr 142. sætinu upp um 68 sæti í 74. sætið. Henrik Stenson fer upp um 1 sæti er nú í 2. sæti heimslistans meðan Tiger er kominn í 3. sætið. Staða efstu 20 á heimslistanum er nú eftirfarandi: 1 Adam Scott (Ástralía) 8.94 2 Henrik Stenson (Svíþjóð) 7.78 3 Tiger Woods (Bandaríkin) 7.64 4 Matt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Adam Scott?

Nr. 1 á heimslistanum, Adam Scott, sigraði í gær á Crowne Plaza á Colonial golfvellinum í Fort Worth, Texas. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Eftirfandi var í sigurpoka hans:  Dræver: Titleist 913D3 (Graphite Design Tour AD-DI 8X skaft), 9.5 ° 3-tré: Titleist 910Fd (Fujikura Rombax Pro 95X skaft), 15 ° Járn: Titleist 712U (2-járn; KBS Tour X skaft) Járn (3-9): Titleist Forged 680 (KBS Tour X sköft) Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM4 (48° og 54°; KBS Tour Hi-Rev X sköft), Vokey TVD-K (60 °; KBS Tour Hi-Rev X skaft) Pútter: Scotty Cameron Futura X Long (49 þumlungar) Bolti: Titleist Pro V1

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 04:00

PGA: Adam Scott sigraði á Crowne Plaza – Hápunktar 4. dags

Adam Scott sýndi svo sannarlega styrk sinn og hver er nr. 1 á heimslistanum þegar hann bar sigurorð af samkeppni sinni, bandaríska kylfingnum Jason Dufner í bráðabana, á Crowne Plaza, sunnudaginn 25. maí 2014. Báðir voru jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik, höfðu leikið Colonial, í Fort Worth, Texas á samtals 9 undir pari, 271 höggi; Scott (71 68 66 66) og Dufner (67 69 69 66). Það varð því að koma til bráðabana og voru 18. og 17. holan spilaðar til skiptis.  Á fyrstu holu (18. holunni) voru báðir á pari; á næstu holu (17. holunni) voru báðir með fugl og loks réðust úrslitin þegar 18. var spiluð aftur Lesa meira