Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 12:45

GR: 117 tóku þátt í 80 ára Afmælismóti GR

Rétt rúmlega 117 kylfingar tóku þátt á 80 ára Afmælismóti Golfklúbbs Reykjavíkur sem fram fór á Grafarholtsvelli í gær, 25. maí 2014. Rok og rigning gerðu kylfingum erfitt fyrir. Varaformaður klúbbsins Björn Víglundsson sló fyrsta högg mótsins og opnaði jafnframt Grafarholtsvöll formlega fyrir sumarið. Árni Freyr Sigurjónsson lék best í höggleiknum eða á 75 höggum en Sigurður Óli Jensson og Lárus Ögmundsson sigruðu í punktakeppninni í sínum forgjafarflokkum.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3. holum vallarins.

Úrslit úr mótinu má sjá hér að neðan:

Flokkur 0 – 8,4:

1. sæti Sigurður Óli Jensson með 34 punkta
2. sæti Ragnar Baldursson með 33 punkta ( 16 punktar á seinni 9)
3. sæti Gunnar Gunnarsson GR með 33 punkta (15 punktar á seinni 9)

Flokkur 8,5 og hærra:

1. sæti  Lárus Ögmundsson með 39 punkta
2. sæti Sigurður Sigurðsson með 38 punkta ( 18 punktar á seinni 9)
3. sæti Kristján Sigurðsson með 38 punktar ( 14 punktar á seinni 9)

Besta skor:
 Árni Freyr Sigurjónsson 75 högg.

Nándarverðlaun:
2. braut = Gylfi Sigfússon 2,06 metrar
6. braut = Gunnar Már Sigurfinnsson 1,39 metrar
11. braur = Einar Björgvin Birgisson 0,48 metrar
17. braut = Hörður Sigurðsson 7,34 metrar

Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með deginum í dag, 26. maí. Skrifstofa GR í Grafarholti er opin frá kl.9:00 til 16:00.