Stelpugolf á morgun á Leirdalsvelli í Kópavogi
Á morgun, fimmtudaginn 29. maí 2014 milli kl. 10-14 er Stelpugolfdagurinn á Leirdalsvelli hjá GKG í Garðabæ/Kópavogi. Þar býðst konum á öllum aldri frí golfkennsla á 6 æfingastöðvum úr hendi 10 golfkennaranema. Herrar eru að sjálfsögðu velkomnir. Tilboð er á vallargjöldum á Mýrinni, 9 holu golfvelli GKG. SNAG (Starting New At Golf) kennsla á staðnum! Nú er um að gera fyrir kvenkylfinga að fjölmenna og kynna sér það sem í boði er í golfkennslu og fá leiðsögn!!! Til þess að kynna sér Stelpugolfið nánar á facebook síðu þess SMELLIÐ HÉR:
Viðtalið: Hulda Birna Baldursdóttir, GKG – framkvæmdastjóri Stelpugolfs
Viðtalið í dag er við viðskiptafræðing, golfkennaranema og 4 barna móður, sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Stelpugolfs, sem hefst á Leirdalsvelli hjá GKG, á morgun, fimmtudaginn 29. maí n.k…. og þá er aðeins fátt eitt talið af störfum framkvæmdastjóra Stelpugolfs. Framkvæmdastjóri Stelpugolfs er gullfalleg, skemmtileg, sannkallaður orkubolti og dugnaðarforkur, fyrrum knattspyrnuskvísa af Skaganum , sem spilar blak á vetrum og er í ofanálag frábær í golfi, bæði að spila það og kenna. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Hulda Birna og er Baldursdóttir. Klúbbur: GKG. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist á Akranesi, þann 23.maí. Hvar ertu alin upp? Á Flórídaskaganum (Akranesi). Í hvaða starfi/námi ertu? Váá… á ég að þora Lesa meira
EPD: Þórður Rafn tekur þátt í Adamstal Open í Austurríki
Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Adamstal Open, en mótið fer fram í Golfclub Adamstal í Austurríki. Mikið óveður hefir sett svip sinn á mótið og hefir það verið stytt í 18 holu mót, en vonast er til að geta klárað það á morgun. Þórður Rafn átti rástíma kl. 13:10 að staðartíma (þ.e. kl. 11:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi) Til þess að fylgjast með gengi Þórðar Rafns SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Alda Steinunn Ólafsdóttir og Guðni Sigurður Ingvarsson —— 27. maí 2014
Það eru Alda Steinunn Ólafsdóttir og Guðni Sigurður Ingvarsson, GK, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Guðni Sigurður er fæddur 27. maí 1954 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Guðni Sigurður hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum m.a. Marsmóti GSG 2013 og staðið sig vel. Hann er með 18,1 í forgjöf. Alda Steinnunn er fædd 27. maí 1944 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Alda býr að Mælifelli í Skagafirði og er í GSK. Komast má á facebook síðu Öldu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan. Alda Steinunn Ólafsdóttir (70 ára merkisafmæli – Innilega Lesa meira
GA: Orri Björn og Sigurður H. Ringsted sigruðu á Opnunarmótinu – Sólveig Erlends fékk ás!
Á laugardaginn 24. maí 2014 fór fram Opnunarmót Jaðarsvallar. Það fór fram í dag í fínu veðri og það voru rétt um 60 kylfingar sem tóku þátt og skemmtu sér vel. Svo gerðist sá skemmtilega atburður í dag að hún Sólveig Erlendsdóttir fór holu í höggi á 18 braut og er þetta í fyrsta skipti sem hún fer holu í höggi. Óskar Golf 1 henni kærlega til hamingju með inngönguna í Einherjaklúbbinn! Keppnisfyrirkomulag dagsins var höggleikur með og án forgjafar ásamt því að veitt voru verðlaun fyrir að vera næstur holu á fjórðu og elleftu braut. Úrslit dagsins má sjá hér að neðan: Höggleikur með forgjöf: 1. sæti. Orri Björn Lesa meira
GR: Nýr ljósmynda- og safnvefur tekinn í notkun
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur tekið í nýtt vefsvæði, www.golfmyndir.is, sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Nýja vefsvæðið mun geyma ljósmyndir, bréf og annan fróðleik um starfsemi klúbbsins í 80 ára sögu hans. Hægt er að fara inn á vefsvæðið, með því að ýta á tengilinn hér að neðan. Vefnum er skipt í átta hluta og hægt er að fletta upp í ljósmyndum eftir árum og nota leitorð til að finna efni á vefnum. Þá er á vefnum ljósmyndasöfn fjölmargra félaga í klúbbnum. Á vefsvæðinu eru ítarlegar upplýsingar um golfvelli klúbbsins, hægt er að lesa sér til í Tímaritinu Kylfingi (sem ekki kemur lengur út), skoða myndskeið frá gömlum Íslandsmótum Lesa meira
Icelandair fjölgar ferðum til Skotlands vegna Ryder bikarsins
Lesa má frétt í enska blaðinu Evening Times þar sem segir að Icelandair ætli að fjölga ferðum í kringum Ryder bikars keppnina, til þess að geta ferjað kandadíska og bandaríska aðdáendur bandaríska liðsins til Skotlands. Í grein Gordon Thomson er sagt frá verkfalli flugmanna, sem leiddi til þess að flugum var aflýst og lagasetningu Alþingis í kjölfarið. Sagt er að fyrir Ryder bikars keppnina í september sé áætlað að fjölga áætlunarferðum til Glasgow um tvær, þ.e. 13. og 20. september, en keppnin sjálf hefst 26. september. Vitnað er í framkvæmdastjóra Icelandair á Bretlandseyjum Andrés Jónsson, sem sagði: „Icelandair hefir flogið til Glasgow í mörg ár og frá árinu 2010 höfum Lesa meira
LET: Kylie Walker sigraði í Hollandi e. bráðabana
Það var skoski kylfingurinn Kylie Walker sem sigraði nú um helgina í Deloitte Ladies Open, sem fram fór á „The International“ í Amsterdam, Hollandi. Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru þær Kylie, Malene Jörgensen frá Danmörku og hin ástralska Nikki Campbell allar jafnar á samtals 6 undir pari, 213 höggum og því kom til æsispennandi bráðabana milli þeirra, þar sem Kylie bar sigurorð að lokum. „Þetta var ótrúlegt, algerlega brillíant. Ég er mjög ánægð,“ sagði Walker eftir að fyrsti sigur hennar á Evrópumótaröð kvenna var í höfn að bráðabananum loknum. Fjórða sætinu deildu heimakonan Christel Boeljon frá Hollandi og hins sænska Camilla Lennarth, báðar á 4 undir pari, 215 höggum, Lesa meira
Champions Tour: Monty með sinn fyrsta risatitil …. og það í Bandaríkjunum!
Colin Montgomerie (Monty) sigraði nú um helgina 75. Senior PGA Championship, risamótinu á Champions Tour. Mótið fór fram í Harbor Shores, Benton Harbour í Michigan. Monty lék hringina 4 einkar glæsilega, þ.e. alla á undir 70 og samtals á 13 undir pari, 271 höggi (69 69 68 65). Þetta er fyrsti risatitillinn sem Monty vinnur á ferli sínum og jafnframt er þetta fyrsti sigur hans á PGA túrnum bandaríska, en Monty lék mestallan feril sinn á Evrópumótaröðinni! Sigur Monty var jafnframt sannfærandi en hann átti 4 högg á fyrirliða Bandaríkjanna í Ryder bikarnum nú í ár Tom Watson, sem varð í 2. sæti. Spurning hvort þetta sé fyrirboði um hvernig Lesa meira
Annika Sörenstam spilar aftur af karlateigum
Annika Sörenstam mun aftur tía upp með strákunum Fyrir 11 árum síðan vakti Sörenstam mikla athygli þegar hún spilaði á Colonial vellinum á PGA túrnum (þar sem Crowne Plaza mótið fór fram um helgina þ.e. í Fort Worth, Texas). Hún tilkynnti í gær (mánudaginn 26. maí 2014) að hún myndi keppa í góðgerðarmóti í júlí þ.e. American Century Celebrity golf championship á Lake Tahoe og spila að nýju af karlateigum. Hinn 43 ára frægðarhallarkylfingur (Annika) sagði að hún myndi spila af sömu teigum og karlkylfingarnir en meðal þátttakenda er margt af íþróttagoðsögnum og skemmtikröftum þ.á.m. Billy Tolliver, sem á titil að verja og áttfaldur sigurvegarinn Rick Rhoden og fimmfaldi sigurvegarinn Dan Lesa meira










