Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 23:59

Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Cabrera-Bello – 25. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012.  Rafael á eina systur, Emmu, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí. Hann komst m.a. í fréttirnar 2013 þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar sem hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 23:30

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Kinga sigraði í stelpuflokki

Kinga Korpak, GS, 10 ára sigraði í stelpuflokki (14 ára og yngri) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli, Akranesi nú fyrr í dag. Kinga lék samtals á 35 yfir pari, 179 höggum (90 89) og átti 17 högg á næstu keppendur; systur sína Zuzönnu Korpak, GS og Herdísi Lilju Þórðardóttur, GKG. Sjá má heildarúrslitin í stelpuflokki í 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Kinga Korpak GS 13 F 47 42 89 17 90 89 179 35 2 Zuzanna Korpak GS 18 F 45 46 91 19 105 91 196 52 3 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 21 F 52 48 100 28 96 100 196 52 4 Hulda Clara Gestsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 23:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Kristófer Orri sigurvegari í piltaflokki

Það var Kristófer Orri Þórðarson, GKG, sem sigraði í piltaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli, á Akranesi nú fyrr í dag. Kristófer Orri lék á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (82 74).  Lokahringurinn var sérlega glæsilegur en Kristófer Orri bætti sig um 8 högg frá deginum áður; fékk 1 fugl og 3 skolla. Í 2. sæti varð klúbbfélagi Kristófers Orra, Aron Snær Júlíusson, GKG, 7 höggum á eftir á samtals 19 yfir pari 163 höggum (81 82). Í bronssætinu var síðan Björn Óskar Guðjónsson, GKJ, enn 2 höggum á eftir, á samtals 21 höggi yfir pari, 165 höggum (84 81). Alls luku 21 keppni í piltaflokki á 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Ólöf María sigraði í telpuflokki

Það var Ólöf María Einarsdóttir, Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD), sem sigraði í telpuflokki (15-16 ára) á 1. móti Íslandsbanka-mótaraðarinnar á Garðavelli á Akranesi. Ólöf María lék samtals á 26 yfir pari, 170 höggum (84 86). Í 2. sæti varð Saga Traustadóttir, GR, á 32 yfir pari, 176 höggum (92 84). Í 3. sæti varð svo Thelma Sveinsdóttir, GK á 33 yfir pair, 177 höggum (93 84). Sjá má heildarniðurstöðuna í telpuflokki hér að neðan en að þessu sinni voru 15, sem luku keppni:  1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 6 F 46 40 86 14 84 86 170 26 2 Saga Traustadóttir GR 6 F 42 42 84 12 92 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 18:35

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Henning Darri sigraði í drengjaflokki

Henning Darri Þórðarson, GK,  sigraði í drengjaflokki (15-16 ára) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli á Akranesi í dag. Sem stendur er hann ásamt Ingvari Andra Magnússyni GR, jafnframt á besta skori mótsins þ.e. á 7 yfir pari, 151 höggi. Í mótinu átti Henning Darri hringi upp á 77 og 74. Í 2. sæti varð Arnór Snær Guðmundsson GHD, á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (77 77) eða 3 höggum á eftir Henning Darra. Það voru því Íslandsmeistararnir í höggleik og holukeppni í strákaflokki 2013, sem skipuðu sér í 2 efstu sætin. Í 3. sæti varð síðan Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, á samtals 11 yfir pari, 155 höggum  (81 74) en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 17:45

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Helga Kristín sigurvegari í stúlknaflokki

Það voru aðeins 5 keppendur í stúlknaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem lauk í dag 25. maí 2014. Af þeim stóð klúbbmeistari NK, Helga Kristín Einarsdóttir uppi sem sigurvegari. Helga Kristín lék á samtals 23 yfir pari 167 höggum (83 84) og átti 4 högg á næsta keppanda Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK, sem varð í 2. sæti. Dalvíkingar áttu síðan 3. sætið en í því hafnaði Birta Dís Jónsdóttir, á 28 yfir pari. Sjá má lokastöðuna í stúlknaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Helga Kristín Einarsdóttir NK 8 F 45 39 84 12 83 84 167 23 2 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 11 F 44 44 88 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 17:30

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Ingvar Andri sigraði í strákaflokki

Ingvar Andri Magnússon, GR sigraði í dag í strákaflokki í 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli, Akranesi. Á Íslandsbankmótaröðinni eru leiknar 36 holur og var Ingvar Andri á samtals 7 yfir pari, 151 högg (78 73). Hringur upp á 1 yfir pari, 73 högg, sem Ingvar Andri töfraði fram er hreint með ólíkindum, en á hringnum fékk hann 3 fugla og 4 skolla. Í 2. sæti varð Ragnar Már Ríkharðsson, GKJ á samtals 13 yfir pari og í 3. sæti varð Viktor Ingi Einarsson, GR á samtals 14 yfir pari. Alls voru keppendur í strákaflokki 27 og má sjá heildarúrslit hér að neðan:  1 Ingvar Andri Magnússon GR 0 F 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 16:45

Evróputúrinn: Rory sigraði í Wentworth

Rory McIlroy sigraði á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship, nú  fyrr í dag. Hann lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (68 71 69 66).  Á lokahringnum skein í forna snilldartakta hjá Rory, en hann fékk örn, 6 fugla og 2 skolla á hringnum.   Hér má sjá myndskeið af lokapútti Rory SMELLIÐ HÉR: Í 2. sæti 1 höggi á eftir varð Shane Lowry, á samtals 13 undir pari. Thomas Björn, sem búinn var að leiða allt mótið varð að sætta sig við 3. sætið , sem hann deildi með fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald.  Þeir voru enn öðru höggi á eftir á samtals 12 undir pari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 16:12

Eimskipsmótaröðin 2014 (1): Ragnar Már Garðarsson sigraði á Nettó-mótinu!!!

Ragnar Már Garðarsson, GKG sigraði nú rétt í þessu á 1. mótinu 2014 á Eimskipsmótaröðinni, Nettó-mótinu. Hann lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (76 74 70) og bætti sig með hverjum hringnum.  Lokahringurinn hjá Ragnari var sérlega glæsilegur en hann spilaði Leiruna á 2 undir pari og það í því Leirulogni sem var í dag! Á hringnum fékk Ragnar Már 5 fugla og 3 skolla.  Þess mætti til gamans geta að Ragnar og bróðir hans Sigurður Arnar voru báðir í „Tigerhollum“ í dag þ.e. síðasta ráshóp út, eftir bestu frammistöðu á fyrri keppnisdegi; Ragnar Már á Eimskipsmótaröðinni en Sigurður Arnar í strákaflokki á Íslandsbankamótaröðinni á Akranesi. Í 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 15:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (1): Sunna Víðisdóttir sigraði í kvennaflokki á Nettó-mótinu

Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Nettómótinu, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina, en mótið er fyrsta mót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar, hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Sunna sýndi oft á tíðum snilldartakta á lokahringnum, setti m.a. niður glæsilegt 7 metra parpútt á par-4 11. brautinni og fékk 3 fugla í röð á brautum 14.-16 í Leirunni! Í öðru sæti varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 236 höggum,  en hún leiddi mest allt mótið. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum Lesa meira