Íslandsbankamótaröðin (3): Kinga Korpak Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki
Kinga Korpak, GS, varð í dag Íslandsmeistari í stelpuflokki á Urriðavelli hjá GO, en hún vann Andreu Ýr Ásmundsdóttur, GA í úrslitaleik 5&4. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD, varð í 3 sæti, en hún vann systur Kingu, Zuzönnu Korpak, sem varð í 4. sæti. Leikur Snædísar Ósk og Zuzönnu endaði 2&0. Systraslagur var í undanúrslitunum en það sigraði Kinga eldri systur sína, Zuzönnu, með minnsta mun, 1&0. Í Norðurlandsslagnum hafði GA-ingurinn Andrea Ýr betur í undanúrslitunum gegn GHD-ingnum Snædísi 4&2
Afmæliskylfingur dagsins: Dustin Johnson —– 22. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn, Dustin Johnson. Dustin er fæddur 22. júní 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Hér má sjá kynningu Golf á á Dustin Johnson SMELLIÐ HÉR 1: og SMELLIÐ HÉR 2: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Julio Cesar Zapata, 22. júlí 1976 (38 ára); ….. og ….. Axel Rudolfsson, GR (51 árs) Kristinn J. Gíslason (62 ára) Hilmar Hólm Guðjónsson (18 ára) Gauti Grétarsson, NK (54 ára) Simon Sigurbjörnsson (56 ára) Notað Ekki Nýtt Ísland (33 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira
Sérstæð púttstaða Michelle Wie
Athygli Golf1 var vakin á óvenjulegri púttstöðu Michelle Wie, í viðtali við Ernu Guðmundsdóttur, í Golfklúbbnum Mostra sem birtist kl. 20:00 hér í kvöld. Erna mundi ekki nafnið á uppáhaldskvenkylfingi sínum, en sagði að hún púttaði mjög óvenjulega; hún beygði sig fram í 90° og hendurnar á henni litu út eins og kjúklingavængir. Erna taldi að kvenkylfingurinn væri frá Suður-Kóreu. Hér á Golf 1 er fylgst náið með kvennagolfinu, bæði á lands- og heimsvísu, en engin suður-kóreönsk sem kom í hugann við þessa lýsingu. Erna sagði að hún og nokkrir úr GMS hefði reynt að stæla púttstöðu kylfingsins, en lítið hefði gengið. Fyrir rest kom í ljós að Erna átti Lesa meira
PGA: Moore leiðir fyrir lokahring Travelers – Hápunktar 3. dags
Það er Ryan Moore, sem leiðir fyrir lokahring The Travelers, sem fram fer á TPC River Highlands, í Cromwell, Conneticut. Moore er búinn að spila á samtals 13 yfir pari, 197 höggum (63 68 66). Aðeins 1 höggi á eftir er Aron Baddeley, á 12 yfir pari, 198 höggum (67 66 65). Þriðja sætinu deila síðan forystumaður hálfleiks Scott Langley, Sergio Garcia, Michael Putnam og KJ Choi; allir á samtals 11 undir pari, hver. Til þess að fylgjast með stöðunni á The Travelers SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Travelers SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Amy Yang og Michelle Wie efstar og jafnar fyrir lokahring Opna bandaríska
Amy Yang frá Suður-Kóreu læddi sér upp við hlið Michelle Wie í toppsætið á Opna bandaríska kvenmeistaramótinu, fyrir lokahringinn, sem fram fer á Pinehurst nr. 2 í Pinehurst, Norður-Karólínu, í dag. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 2 undir pari; Yang (71 69 68) og Wie (68 68 72). Með glæsihringnum í gær náði Yang að vinna upp 3 högga forystu sem Michelle Wie hafði. Það stefnir í einvígi þeirra í kvöld og stóra spurningin hvort stundin sé runnin upp að ekki sé hægt að segja lengur um Wie að hún sé besti kvenkylfingur, sem aldrei hafi unnið á risamóti? Yang og Wie hafa 4 högga forystu á 4 Lesa meira
Áskorendamót Íslandsbanka nr. 3 á Víkurvelli hjá GMS í Stykkishólmi 21. júní 2014 – Myndasería
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (3): Lárus Garðar Long sigraði í drengjaflokki
Í dag fór fram í „bland í poka“ veðri, 3. mót á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Það rigndi eina stundina og þá næstu var komið indælis veður með sól og blíðu. Mótið fór fram á Víkurvelli í Stykkishólmi. Völlurinn er í ágætis ástandi, en unnið að viðgerðum á honum á ýmsum stöðum. Umhverfið og umgjörðin er dásamleg og mikið fuglalíf á vellinum. Stykkishólmskirkja sést víðsvegar af vellinum. En aftur að mótinu. Skráðir voru 30 til leiks en aðeins 26 luku keppni. Afleitt er að keppendur vantaði í elsta aldursflokk pilta og stúlkna 17-18 ára og eins voru engir þátttakendur að þessu sinni í telpuflokki 15-16 ára. Þátttakendur í drengjaflokki 15-16 ára voru Lesa meira
Áskorendamótaröðin 2014 (3): Kristófer Tjörvi sigraði í strákaflokki – Sigmundur Þór í 2. sæti
Í dag fór fram í „bland í poka“ veðri, 3. mót á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Það rigndi eina stundina og þá næstu var komið indælis veður með sól og blíðu. Mótið fór fram á Víkurvelli í Stykkishólmi. Völlurinn er í ágætis ástandi, en unnið að viðgerðum á honum á ýmsum stöðum. Umhverfið og umgjörðin er dásamleg og mikið fuglalíf á vellinum. Stykkishólmskirkja sést víðsvegar af vellinum. En aftur að mótinu. Skráðir voru 30 til leiks en aðeins 26 luku keppni. Afleitt er að keppendur vantaði í elsta aldursflokk pilta og stúlkna 17-18 ára og eins voru engir þátttakendur að þessu sinni í telpuflokki 15-16 ára. Þátttakendur voru langfjölmennastir í strákaflokki 14 Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (3): Nína sigraði í stelpuflokki
Í dag fór fram í „bland í poka“ veðri, 3. mót á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Það rigndi eina stundina og þá næstu var komið indælis veður með sól og blíðu. Mótið fór fram á Víkurvelli í Stykkishólmi. Völlurinn er í ágætis ástandi, en unnið að viðgerðum á honum á ýmsum stöðum. Umhverfið og umgjörðin er dásamleg og mikið fuglalíf á vellinum. Stykkishólmskirkja sést víðsvegar af vellinum. En aftur að mótinu. Skráðir voru 30 til leiks en aðeins 26 luku keppni. Afleitt er að keppendur vantaði í elsta aldursflokk pilta og stúlkna 17-18 ára og eins voru engir þátttakendur að þessu sinni í telpuflokki 15-16 ára. Þrír keppendur voru í stelpuflokki: systurnar Lesa meira
Haraldur Franklín úr leik
Haraldur Franklín Magnús, GR, laut í lægra haldi gegn skoska kylfingnum Neil Bradley í fjórðungsúrslitum Opna breska áhugamannamótsins, en árangur Haraldar Franklín er engu að síður stórglæsilegur. Mótið er eitt af sterkustu áhugamannamótum heims og hófu 288 kylfingar leik í því en eftir stóðu aðeins 8, þ.á.m. Haraldur Franklín í fjórðungsúrslitunum. Mótherji Haraldar Franklíns í dag, Neil Bradley er núverandi skoskur meistari í holukeppni undir 18 ára og afrekaskrá Bradley á golfsviðinu löng, þrátt fyrir ungan aldur. Æfingaaðstæður Bradley eru líka með þeim bestu sem gerast og hann hefir ferðast vítt og breitt um heiminn til æfinga m.a. til Suður-Afríku og Sameinuðu arabísku furstadæmanna nú nýlega. Bradley vann leikinn við Lesa meira










