Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 21:00

Áskorendamótaröðin 2014 (3): Kristófer Tjörvi sigraði í strákaflokki – Sigmundur Þór í 2. sæti

Í dag fór fram í „bland í poka“ veðri, 3. mót á Áskorendamótaröð Íslandsbanka.  Það rigndi eina stundina og þá næstu var komið indælis veður með sól og blíðu.

Mótið fór fram á Víkurvelli í Stykkishólmi. Völlurinn er í ágætis ástandi, en unnið að viðgerðum á honum á ýmsum stöðum.  Umhverfið og umgjörðin er dásamleg og mikið fuglalíf á vellinum.

Stykkishólmskirkja sést víðsvegar af vellinum.

En aftur að mótinu.  Skráðir voru 30 til leiks en aðeins 26 luku keppni.  Afleitt er að keppendur vantaði í elsta aldursflokk pilta og stúlkna 17-18 ára og eins voru engir þátttakendur að þessu sinni í telpuflokki 15-16 ára.

Þátttakendur voru langfjölmennastir í strákaflokki 14 ára og yngri og þar sigraði Vestmanneyingurinn, Kristófer Tjörvi Einarsson, GV, á glæsilegum 76 höggum, en þess mætti geta að Kristófer er sonur Einars golfkennara úti í Eyjum.  Kristófer Tjörvi var á besta skorinu yfir allt mótið!

Í 2. sæti varð Sigmundur Þór Eysteinsson, GKJ á 86 höggum og Viktor Klinger Markússon, GKG varð í 3. sæti á 91 höggi.  Hann var farinn þegar verðlaunaafhending fór fram en hér má sjá mynd af honum ásamt rásfélaga sínum Atla Teit Brynjarssyni, GL, sem varð í 4. sæti.

Viktor Markússon Klinger, GKG sem varð í 3. sæti t.v. og Atli Teitur Brynarsson, GL, sem varð í 4. sæti, ásamt kylfusveinum. Mynd: Golf 1

Viktor Markússon Klinger, GKG sem varð í 3. sæti t.v. og Atli Teitur Brynarsson, GL, sem varð í 4. sæti, ásamt kylfusveinum. Mynd: Golf 1

Úrslitin í strákaflokki á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar 21. júní 2014 voru eftirfarandi: 

1 Kristófer Tjörvi Einarsson GV 6 F 37 39 76 4 76 76 4
2 Sigmundur Þór Eysteinsson GKJ 19 F 45 41 86 14 86 86 14
3 Viktor Markusson Klinger GKG 14 F 46 45 91 19 91 91 19
4 Atli Teitur Brynjarsson GL 18 F 50 43 93 21 93 93 21
5 Aron Emil Gunnarsson GOS 18 F 48 45 93 21 93 93 21
6 Máni Páll Eiríksson GOS 14 F 43 54 97 25 97 97 25
7 Hannes Arnar Sverrisson GKG 22 F 49 52 101 29 101 101 29
8 Svanberg Addi Stefánsson GK 21 F 52 49 101 29 101 101 29
9 Björn Viktor Viktorsson GL 20 F 51 50 101 29 101 101 29
10 Steingrímur Daði Kristjánsson GK 19 F 50 52 102 30 102 102 30
11 Stefán Atli Hjörleifsson GK 24 F 52 52 104 32 104 104 32
12 Aron Ingi Hinriksson GMS 24 F 55 49 104 32 104 104 32
13 Gunnar Davíð Einarsson GL 24 F 57 50 107 35 107 107 35
14 Dawid Einar Karlsson GMS 24 F 59 51 110 38 110 110 38
15 Óliver Máni Scheving GKG 24 F 58 56 114 42 114 114 42
16 Óskar Freyr Jóhannsson GKJ 24 F 58 57 115 43 115 115 43
17 Andri Þór Hinriksson GMS 24 F 57 58 115 43 115 115 43
18 Jóhannes Sturluson GKG 24 F 70 49 119 47 119 119 47
19 Jón Máni Smith GKJ 21 F 64 57 121 49 121 121 49
20 Fannar Grétarsson GR 24 F 71 64 135 63 135 135 63