Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 22:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (3): Lárus Garðar Long sigraði í drengjaflokki

Í dag fór fram í „bland í poka“ veðri, 3. mót á Áskorendamótaröð Íslandsbanka.  Það rigndi eina stundina og þá næstu var komið indælis veður með sól og blíðu.

Mótið fór fram á Víkurvelli í Stykkishólmi. Völlurinn er í ágætis ástandi, en unnið að viðgerðum á honum á ýmsum stöðum.  Umhverfið og umgjörðin er dásamleg og mikið fuglalíf á vellinum.

Stykkishólmskirkja sést víðsvegar af vellinum.

En aftur að mótinu.  Skráðir voru 30 til leiks en aðeins 26 luku keppni.  Afleitt er að keppendur vantaði í elsta aldursflokk pilta og stúlkna 17-18 ára og eins voru engir þátttakendur að þessu sinni í telpuflokki 15-16 ára.

Þátttakendur í drengjaflokki 15-16 ára voru 3: Lárus Garðar Long, GV; Emil Árnason, GKG og Einar Sveinn Einarsson, GS.

F.v. Emil Árnason, GKG, 3. sæti; Einar Sveinn Einarsson, GS, 2. sæti  og sigurvegarinn: Lárus Garðar Long, GV.

F.v. Emil Árnason, GKG, 3. sæti; Einar Sveinn Einarsson, GS, 2. sæti og sigurvegarinn: Lárus Garðar Long, GV.

Lárus sigraði; lék Víkurvöll á 82 glæsihöggum.

Úrslitin í drengjaflokki á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar 21. júní 2014 voru eftirfarandi:

1 Lárus Garðar Long GV 13 F 44 38 82 10 82 82 10
2 Emil Árnason GKG 14 F 49 41 90 18 90 90 18
3 Einar Sveinn Einarsson GS 24 F 48 47 95 23 95 95 23