Íslandsbankamótaröðin (3): Spennandi leikir í undanúrslitakeppni Íslandsmóts unglinga í holukeppni!
Nú liggur fyrir hvaða kylfingar leika í undanúrslitum í Íslandsmótinu í holukeppni unglinga, en fjórðungsúrslit lauk nú fyrir stuttu. Undanúrslitin hefjast í fyrramálið kl.7:30 og eru leikirnir ræstir út til 8:10. 14 ára og yngri stelpur leika systurnar Kinga og Zuzanna Korpak , úr GS í fyrri undanúrslitaleiknum, en í hinum leika Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GA Hjá strákunum spilar Birkir Orri Viðarsson GS við Ragnar Má Ríkarðsson GKj og í hinum leiknum Ingvar Andri Magnússon GR við Sigurð Arnar Garðarsson GKG. Í öðrum flokkum leika eftirfarandi kylfingar: 15-16 ára stelpur Melkorka Knútsdóttir GKG gegn Sögu Traustadóttur GR Eva Karen Björnsdóttir GR gegn Ólöfu Maríu Einarsdóttur GHD Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Sigurðardóttir – 21. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR. Ragnhildur er fædd 21. júní 1970. Ragnhildur er margfaldur Íslandsmeistari í golfi og jafnframt margfaldur klúbbmeistari GR og hin síðari ár þekkt sem einn besti golfkennari Íslands. Hún er í sambandi með Jóni Andra Finnssyni og á þrjár dætur Hildi Kristínu, Lilju og Söru Líf (dóttir Jóns Andra). Hér má sjá viðtal Golf1 við Ragnhildi með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ragnhildur Sigurðardóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Matt Kuchar 21. júní 1978 (36 ára); William McGirt 21. júní 1979 (35 ára); Bae Sang-moon, 21. júní 1986 (28 Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Edward Loar (22/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 4. sæti, en það er Edward Loar. Loar tók þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu en varð í 9. sæti og bætti því stöðu sína ekkert. Edward Loar fæddist 15. nóvember 1977 í Dallas Texss og er því 36 ára. Loar var í University og Oklahoma þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000 með gráðu í viðskiptafræði. Hann spilaði öll 4 ár sín í Oklahoma með golfliði skólans. Strax eftir Lesa meira
Lucy Li náði ekki niðurskurði
Lucy Li sem er yngst allra til þess að spila í Opna bandaríska kvenrisamótinu, aðeins 11 ára, er úr leik eftir annan hring á Pinehurst nr. 2 í gær upp á 78 högg. Hún vakti heilmikla athygli þó svo að hún spili ekki um helgina eins og „stóru stelpurnar.“ „Hún var hér vegna reynslunnar og tækifærisins til þess að spila við þær bestu í heiminum,“ sagði Bryan Bush kylfusveinn hennar verndandi. „Hún hefir sannað að hún getur það!“ Li var 22 höggum á eftir forystukonunni Michelle Wie og 19 höggum á eftir Lexi Thompson, sem er í 2. sæti, en báðar þekkja af eigin raun hvernig það er að spila Lesa meira
LPGA: Michelle Wie efst á Opna bandaríska í hálfleik – Lexi í 2. sæti
Michelle Wie leiðir eftir 2. dag Opna bandaríska kvenrisamótsins, sem fram fer á sama mótsstað og 2. risamótið hjá körlunum fór fram á fyrir viku síðan, þ.e. Pinehurst nr. 2 í Norður- Karólínu. Spurningin nú er hvort Wie takist að halda forystu en hún er komin með 3 högga forskot á næsta keppanda , löndu sína Lexi Thompson, sem þegar hefir unnið 1 risamót? Michelle Wie er samtals búin að spila Pinehurst nr. 2 á 4 undir pari, 136 höggum (68 68) eða á 6 högga síðri skori en metskor það sem Martin Kaymer var á fyrir viku síðan.. Á þessu sést bara hversu glæsilegur leikur Wie hefir verið!!! Þrjár Lesa meira
LET: Watson efst í hálfleik í Slóvakíu
Það er hin skoska Sally Watson sem leiðir eftir 2. dag á Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT í Grey Bear golfklúbbnum í Talé, upp í Tatras fjöllunum í Slóvakíu. Watson er búin að spila samtals á 8 undir pari, 136 höggum (69 67) og hefir 3 högga forystu á forystukonur 1. dags þær Klöru Spilkovu og hina frönsku Valentine Derrey. Jafnar í 4. sæti eru síðan María Balikoeva og Malene Jörgensen frá Danmörku, báðar á samtals 3 undir pari, hvor. Sjötta sætinu deila síðan hinar ensku Liz Young og Eleanor Givens og hin sænska Camilla Lennarth á samtals 2 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Allianz Lesa meira
Evróputúrinn: Ilonen enn í forystu e. 2. dag Opna írska – Rory úr leik!
Finninn Mikko Ilonen er enn í forystu á Opna írska sem fram fer á Fota Island á Írlandi. Hann er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (64 68). Í 2. sæti eru Frakkinn Romain Wattel, heimamaðurinn Graeme McDowell og Englendingurinn Robert Rock, 2 höggum á eftir Ilonen á samtals 8 undir pari., hver. Jafnir í 5. sæti eru síðan Englendingarnir Simon Khan og Matthew Nixon og Ítalinn Marco Crespi, allir á samtals 7 undir pari, hver. Rory McIlroy er úr leik en það munaði aðeins 1 höggi að nr. 6 á heimslistanum kæmist í gegnum niðurskurð. Honum hefir ekkert gengið sérlega vel á heimaslóðum. Til þess Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (6/7)
Árið 2011: Kaymer verður nr. 1 á heimslistanum og sigraði í fyrsta sinn á heimsmóti! Á árinu 2011 hafnaði Kaymer að spila á PGA Tour, en hann hafði hlotið keppnisrétt eftir sigur sinn 2010 á PGA Championship. Hann sagði að hann vildi einbeita sér að Evrópumótaröðinni 2011, en myndi einnig spila á nokkrum mótum á PGA Tour. Í janúar 2011 vann Kaymer í 3. sinn á Abu Dhabi HSBC Golf Championship á 4 árum og velti Tiger úr 2. sætinu á heimslistanum. Eftir að hafa náð 2. sætinu á heimsmótinu í holukeppni, þ.e. WGC-Accenture Match Play Championship, velti Kaymer, Lee Westwood úr 1. sæti heimsilstans og varð aðeins 2. Þjóðverjinn (á Lesa meira
PGA: Scott Langley leiðir í hálfleik á The Travelers – Hápunktar 2. dags
Það er Scott Langley, sem er í forystu á The Travelers eftir 2 mótsdaga, en mótið fer fram á TPC River Highlands í Cromwell, Conneticut. Hann er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 129 höggum (64 65). Í 2. sæti eru 3 kylfingar, aðeins 1 höggi á eftir Langley, þ.e. á smtals 10 undir pari eru þeir: Michael Putnam, KJ Choi og Harris English. Annar hópur 4 kylfinga kemur á eftir og deilir 5. sætinu, 2 höggum á eftir Langley, þ.e. á samtals 9 undir pari hver, þ.e. þeir: Ryan Moore, Eric Axley, Jamie Lovemark og forystumaður 1. dags Brendan Steele. Nokkrir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (3): Staðan eftir 1. dag
Íslandsmót unglinga í holukeppni hófst í dag á Urriðavelli. Í fyrstu umferð er leikinn höggleikur og var Gísli Sveinbergsson, GK, á besta skorinu, sléttu pari, 71 höggi. Staða efstu þriggja í 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, í hverjum aldursflokki er eftirfarandi eftir 1. mótsdag: Piltar 17-18 ára: 1 Gísli Sveinbergsson GK -1 F 37 34 71 0 71 71 0 2 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 34 38 72 1 72 72 1 3 Birgir Björn Magnússon GK 0 F 35 40 75 4 75 75 4 4 Kristófer Orri Þórðarson GKG 1 F 35 40 75 4 75 75 4 Stúlkur 17-18 ára: 1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 5 F 37 Lesa meira










