Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2014 | 07:00

Opna breska hefst í dag! Fylgist með á skortöflu!

Loksins er komið að því sem margur kylfingurinn hefir beðið eftir…. 3. risamót ársins Opna breska hefst í dag. Opna breska í ár er 143. mótið sem haldið hefir verið, enda Opna breska það elsta af risamótunum 4 og það sem hefir mestu hefð. Í ár fer Opna breska fram á golfvelli Royal Liverpool golfklúbbsins í Merseyside, Englandi. Þetta er í 12. sinn sem mótið fer fram í Hoylake (þ.e. Royal Liverpool). Í mótinu í ár taka þátt kylfingar frá 27 þjóðríkjum í heiminum en flestir eða 56 koma frá Bandaríkjunum. og næstflestir eða 19 frá Englandi. Oftast hefir Harry Vardon, sem samnefnt golfgrip er kennt við, unnið Opna breska Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2014 | 06:30

LET Access: Valdís Þóra hefur keppni í Belgíu í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur keppni í Royal Belgian Golf Federation Letas Trophy, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Leikið er í Rinkven golfklúbbnum í Gravenwezel, Belgíu. Fylgjst má með gengi Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR:    

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2014 | 06:00

Hver vinnur Opna breska?

Svona rétt fyrir 3. risamót ársins, Opna breska, eru vinsælar allskyns spár og spekúlasjónir um hver komi til með að standa uppi sem sigurvegari á sunnudaginn. Er það leikmaður nr. 1 í Evrópu 2013, Henrik Stenson? Justin Rose, sem sigraði á Opna skoska s.l. helgi og Quicken Loans mótið 29. júní þar á undan og virðist vera sjóðandi heitur og að toppa sem stendur?  Er það nr. 1 á heimslistanum Adam Scott?  Er það þýski kylfingurinn Martin Kaymer sem reynir við 1/2 Slam eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari Opna bandaríska?  Eða hinn ungi Jordan Spieth, sem gekk svo vel á Masters? Rory, sem aftur virðist aftur vera kominn í gott form, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 21:25

GD: Sigrún María og Sigurjón klúbbmeistarar 2014 – Úrslit

Meistaramót Golfklúbbsins Dalbúa (GD) fór fram 12.-13. júlí s.l. Þátttakendur í meistaramóti GD í ár voru 17. Klúbbmeistarar GD 2014 eru Sigrún María Ingimundardóttir og Sigurjón Guðmundsson. Helstu úrslit meistaramóts GD 2014 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur Karlar 1. Sigurjón Guðmundsson 155 högg ( 78+77) Klúbbmeistari 2014 2. Kristófer Dagur Sigurðsson 162 högg 3. Jón Gunnarsson 184 högg Konur 1. Sigrún María Ingimundardóttir 195 högg (97+98) Klúbbmeistari 2014 2. Ásta Birna Benjamínsson 215 högg (seinni hr.104) 3. Hafdís Ingimundardóttir 215 högg (seinni hr 106) 1. Flokkur karlar 1. Bragi Dór Hafþórsson 192 högg 2. Þórir Baldur Guðmundsson 198 högg 3. Örn Ólafsson 205 högg Höggleikur með forgjöf:  Konur 1. Sigrún María Ingimundardóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 20:00

Brelluhögg Ian Poulter – Myndskeið

Það er alvara lífsins sem tekur við hjá Ian Poulter nú þegar Opna breska hefst á morgun. En þess á milli finnst honum ekki bara gaman af því að klæða sig upp og keyra um í hraðskreiðum bílum, nei hann á það til að skemmta sér og öðrum með brelluhöggum, eins og þessum, sem hann tók fyrir belgíska bjórframleiðandann Stella Artois. Þetta brelluhögg nr. 27 á heimslistanum (Poulter) er e.t.v. af óhefðbundnara taginu og alls ekki til eftirbreytni heima…. a.m.k. ekki seinna högg hans! En dæmið sjálf… Til þess að sjá brelluhögg Ian Poulter SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 19:00

Arnór Snær og Ólöf María standa sig vel!

Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir Golfklúbbnum Hamri Dalvík taka nú þátt í Junior Open á West Lancashire golfvellinum, en mótið er haldið á vegum R&A í sömu viku og The Open. West Lancashire er rétt norðan við Royal Liverpool eða Hoylake eins og völlurinn er oftast nefndur. West Lancashire er ekki ósvipaður Hoylake og hefur völlurinn oft verið vettvangur úrtökumóta fyrir The Open og eins hefur Amateur Championship verið haldið á vellinum, en Matteo Mannasero vann einmitt Amateur Championship 2009 og á vallarmetið á vellinum, 65 högg. Arnór Snær bætti sig um 3 högg, lék í fyrsta sinn undir 80 í mótinu í dag, var á 78 höggum! Samtals lék Arnór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Scott ———–16. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er einn vinsælasti kylfingur a.m.k. meðal kvenþjóðarinnar – maður sem hvað eftir annað hefir verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma… og sem er þar að auki líka góður kylfingur: Masters risamótsmeistari ársins 2013… ástralski kylfingurinn Adam Derek Scott. Adam fæddist Adelaide í Ástralíu, 16. júlí 1980 og er því 34 ára í dag. Hann býr í Crans-Montana í Sviss. Adam gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og hefir á ferli sínum sigrað 21 sinnum, þ.á.m. 9 sinnum á evrópsku mótaröðinni og 9 sinnum á PGA. Honum tókst loks í ár að rjúfa álögin sem hvílt hafa á áströlskum kylfingum á Masters risamótinu  2013 og VANN!!! Adam er eflaust líka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 15:00

Klæðnaður Rose á Opna breska

Þriðja risamót ársins hjá karlkylfingunum hefst nú á fimmtudaginn. Justin Rose er búinn að vera virkilega heitur í ár. Hann hefir sigrað í síðustu tveimur árum sem hann hefir tekið þátt í; The Greenbrier Classic á PGA Tour og á Opna skoska á Evrópumótaröðinni , nú s.l. helgi. Nær hann að sigra á þremur mótum í röð? Það kemur í ljós, en hins vegar liggjur ljóst fyrir hvernig hann verður klæddur á Opna breska, 1. daginn n.k.  fimmtudag verður hann í gráum bómullar stuttermabol með svörum kraga frá Ashworth, á föstudag í fjólubláum bol með fjólubláum kraga; á laugardaginn í ljósfjólubláum bol og á sunnudaginn í hvítum bol.   Við bolina Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 14:00

GMS: Auður og Gunnar Björn klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi (GMS) fór fram dagana 9.-13. júlí.Klúbbmeistarar GSM 2014 eru Auður Kjartansdóttir og Gunnar Björn Guðmundsson. Þátttakendur í meistaramóti GMS í ár voru 18. Hér má sjá úrslit í meistarmóti GMS 2014: 1. flokkur kvenna: 1 Auður Kjartansdóttir GMS 11 F 48 47 95 23 87 94 92 95 368 80   1. flokkur karla: 1 Gunnar Björn Guðmundsson GMS 7 F 39 43 82 10 87 82 78 82 329 41 2 Davíð Einar Hafsteinsson GMS 9 F 40 42 82 10 85 86 83 82 336 48 3 Rúnar Örn Jónsson GMS 7 F 40 40 80 8 87 89 90 80 346 58 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 09:00

GH: Jóhanna og Axel klúbbmeistar 2014

Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur (GH) fór fram dagana 9.-12. júlí 2014. Klúbbmeistarar GH 2014 eru Jóhanna Guðjónsdóttir og Axel Reynisson. Þátttakendur í ár voru 22. Úrslit í meistaramóti GH 2014 voru eftirfarandi: Kvennaflokkur: 1 Jóhanna Guðjónsdóttir GH 14 F 50 50 100 30 95 90 100 285 75 2 Þóra Karlína Rósmundsdóttir GH 27 F 54 53 107 37 111 108 107 326 116   1. flokkur karla: 1 Axel Reynisson GH 5 F 40 39 79 9 77 77 78 79 311 31 2 Örvar Þór Sveinsson GH 5 F 43 42 85 15 74 77 79 85 315 35 3 Unnar Þór Axelsson GH 2 F 46 40 86 Lesa meira