GSG: Gunnar Guðbjörnsson fór holu í höggi!
Gunnar Jóhann Guðbjörnsson, GSG, fór holu í höggi á annari braut Kirkjubólsvallar í Sandgerði í gær, þann 15. júlí 2014. Að sögn var spilið hjá Gunnari vægast sagt nokkuð gott. Hann fékk 6 högg á fyrstu braut síðan 1 högg á annari braut og spilaði síðan einn undir pari restina. Golf 1 óskar Gunnar til hamingju með draumahöggið!!!
Takið þátt í styrktarmóti Ólaf Björns í dag kl. 8:00-19:30 á Nesvelli!!!
Í dag fer fram styrktarmót Ólafs Björns Loftssonar á Nesvelli í Reykjavík og hefst mótið eftir 1 klst., kl. 8:00 og stendur til 19:30 í kvöld. Skilaboðin frá tíföldum og núverandi klúbbmeistara Nesklúbbsins (Ólafi Birni) eru eftirfarandi: „Á miðvikudaginn næstkomandi (16. júlí) mun ég halda styrktarmót á Nesvellinum. Ég stefni að því að taka þátt í úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaraðirnar í golfi í haust. Markmiðið er að vera í mínu allra besta formi þegar úrtökumótin hefjast og öðlast þátttökurétt meðal bestu kylfinga heims. Mótið mun hefjast klukkan 08:00 og verður ræst út til klukkan 19:30. Ekki eru bókaðir rástímar heldur er boltarennan í gildi á fyrsta teig. Leiknar Lesa meira
GKS: BÁS-mótið haldið 20. júlí n.k.
Glæsilegt opið golfmót verður haldið á Hólsvelli hjá Golfklúbbi Siglufjarðar sunnudaginn 20. júlí. Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Glæsileg verðlaun, gjafabréf í boði BÁS vélaleiga og steypustöð. Verðlaun verða veitt fyrir 1. – 3. sæti í karla og kvennaflokki. Nándarverðlaun og lengsta drive. Mótið byrjar kl. 10:00 og leikið verður samkvæmt rástímaskráningu. Fleiri rástímum verður bætt við ef núverandi rástímar fyllast. Mótsgjald 2.000 kr. Hér er tengill á á golf.is SMELLIÐ HÉR: þar sem hægt er að skrá sig í mótið. Einnig er hægt að skrá í mótið með tölvupósti á vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660-1028. Sjá auglýsingu um mótið með því Lesa meira
GKJ: Nína og Davíð klúbbmeistarar 2014
Dagana 7.-12. júlí fór fram meistaramót Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Þátttakendur í ár voru 220 talsins. Klúbbmeistarar GKJ 2014 eru Nína Björk Geirsdóttir og Davíð Gunnlaugsson. Helstu úrslit í meistaramóti GKJ eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla (15): 1 Davíð Gunnlaugsson GKJ 1 F 33 34 67 -5 77 72 75 67 291 3 2 Kristján Þór Einarsson GKJ -3 F 37 35 72 0 79 73 70 72 294 6 3 Dagur Ebenezersson GKJ 1 F 39 36 75 3 69 72 78 75 294 6 Meistaraflokkur kvenna (3): 1 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 2 F 40 41 81 9 85 81 76 81 323 35 2 Heiða Guðnadóttir GKJ Lesa meira
Arnór Snær og Ólöf María komust bæði í gegnum niðurskurð!
Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir Golfklúbbnum Hamri Dalvík taka nú þátt í Junior Open á West Lancashire golfvellinum, en mótið er haldið á vegum R&A í sömu viku og The Open. West Lancashire er rétt norðan við Royal Liverpool eða Hoylake eins og völlurinn er oftast nefndur. West Lancashire er ekki ósvipaður Hoylake og hefur völlurinn oft verið vettvangur úrtökumóta fyrir The Open og eins hefur Amateur Championship verið haldið á vellinum, en Matteo Mannasero vann einmitt Amateur Championship 2009 og á vallarmetið á vellinum, 65 högg. Í dag var skorið niður. Upphaflega hófu 122 leik og nú var skorið niður um 1/3 en aðeins 80 efstu komust áfram eftir daginn Lesa meira
GSE: Hrafn klúbbmeistari 2014 á 10 undir pari! – Lovísa klúbbmeistari GSE 2014 í kvennaflokki
Dagana 8.-12. júlí 2014 fór fram meistaramót Golfklúbbsins Setbergs í Hafnarfirði. Í ár voru þátttakendur 122. Hrafn Guðlaugsson er klúbbmeistari GSE 2014 á besta árangri sem náðst hefir í 4 daga móti í Setberginu heilum 10 undir pari! Klúbbmeistari GSE 2014 í kvennaflokki er Lovísa Hermannsdóttir. Úrslit urðu eftirfarandi í meistaramóti GSE 2014: Meistaraflokkur karla (7): 1 Hrafn Guðlaugsson GSE 0 F 35 34 69 -3 74 69 66 69 278 -10 2 Helgi Birkir Þórisson GSE -1 F 35 35 70 -2 70 77 73 70 290 2 3 Ólafur Hreinn Jóhannesson GSE 0 F 36 37 73 1 79 74 78 73 304 16 4 Siggeir Vilhjálmsson GSE Lesa meira
Deilur milli RMac og GMac?
Paul McGinley fyrriliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum nú í ár segir að „Mac“-arnir tveir í liðinu (oft nefndir RMac og GMac) þ.e. Rory McIlroy og Graeme McDowell geti ýtt til hliðar hvaða ágreiningi sem vera kann milli þeirra og spilað saman í september þegar Evrópa hefur titilvörn sína gegn sterku liði Bandaríkjanna í Gleneagles í Skotlandi. Fyrirliðinn bar tilbaka að vaxandi deilur hefðu komið upp milli þessara leikmanna sinna vegna deilna umboðsskrifstofa þeirra. Rory er upp yfir höfuð í málaferlum við fyrrum umboðsskrifstofu sína, Horizon, sem enn er umboðsskrifstofa vinar hans, McDowell. „Ég talaði við Rory þegar þeir áttu sáttasamtal í Shanghai á síðasta ári,“ sagði McGinley í viðtali við the Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Óli Kristján Benediktsson – 15. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Óli Kristján Benediktsson. Óli Kristján er fæddur 15. júlí 1991 og því 23 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH) og er núverandi klúbbmeistari klúbbsins 2014 og jafnframt klúbbmeistari 2012, en varð í 3. sæti á meistaramótinu í fyrra, 2013. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Óli Kristján Benediktsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (48 ára); Marcel Siem, 15. júlí 1980 (34 ára); Carmen Alonso, 15. júlí 1984 (30 ára stórafmæli); Jackie Stoelting, 15. júlí 1986 (28 ára) ….. og …… Þorvaldur Freyr Friðriksson GR (35 Lesa meira
GKS: Hulda og Þorsteinn klúbbmeistarar 2014 – Úrslit
Lokadagur meistaramóts GKS fór fram í sunnudaginn 13. júlí í fínu veðri. Þátttakendur voru 12 og hélt spennan áfram í karlaflokkunum en í kvennaflokkunum var ekki eins mikil spenna og staðan fyrir lokadaginn benti til. Í öðrum flokki kvenna jók Ragnheiður muninn á milli hennar og Bryndísar um 21 högg í 74 högg. Er þetta í fyrsta skipti sem leikið er í öðrum flokki kvenna og byrjuðu báðir þáttakendurnir að leika golf síðasta sumar. Ragnheiður er því fyrsti klúbbmeistari kvenna í 2. flokki. Í öðrum flokki karla hélst 6 högga munur á Kári og Þresti í baráttunni um þriðja sætið og hélt Þröstur því sæti. Fyrir lokadaginn var Óli Þór Lesa meira
Sjö þátta röð um íslenska golfsumarið hefst í kvöld á RÚV kl. 21:30
Íslenska golfsumarið verður umfjöllunarefni sjö hálftíma langra þátta á RÚV í sumar, sem Hlynur Sigurðsson dagskrárgerðarmaður mun hafa umsjón með. Viðtalið sem er hér fyrir neðan er úr 2. tbl af Golf á Íslandi. „Við leggjum upp með að fjalla um málefni sem kylfingar láta sig varða, sama hvort þeir eru byrjendur eða lengra komnir,“ segir Hlynur, sem sjálfur hefur stundað golfíþróttina síðan um aldamót, og er núna með 13,7 í forgjöf. „Við vonum auðvitað að einhverjir sem horfa á þættina smitist af golfbakteríunni og byrji að stunda íþróttina, en fyrst og fremst verður þetta þáttur fyrir kylfinga.“ Fyrsti þátturinn verður á dagskrá um miðjan júlí, eftir að Heimsmeistaramótinu í Lesa meira









