Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 20:00

Brelluhögg Ian Poulter – Myndskeið

Það er alvara lífsins sem tekur við hjá Ian Poulter nú þegar Opna breska hefst á morgun.

En þess á milli finnst honum ekki bara gaman af því að klæða sig upp og keyra um í hraðskreiðum bílum, nei hann á það til að skemmta sér og öðrum með brelluhöggum, eins og þessum, sem hann tók fyrir belgíska bjórframleiðandann Stella Artois.

Þetta brelluhögg nr. 27 á heimslistanum (Poulter) er e.t.v. af óhefðbundnara taginu og alls ekki til eftirbreytni heima…. a.m.k. ekki seinna högg hans!

En dæmið sjálf…

Til þess að sjá brelluhögg Ian Poulter SMELLIÐ HÉR: