Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2014 | 15:00

Klæðnaður Rose á Opna breska

Þriðja risamót ársins hjá karlkylfingunum hefst nú á fimmtudaginn.

Justin Rose er búinn að vera virkilega heitur í ár.

Hann hefir sigrað í síðustu tveimur árum sem hann hefir tekið þátt í; The Greenbrier Classic á PGA Tour og á Opna skoska á Evrópumótaröðinni , nú s.l. helgi.

Nær hann að sigra á þremur mótum í röð?

Það kemur í ljós, en hins vegar liggjur ljóst fyrir hvernig hann verður klæddur á Opna breska, 1. daginn n.k.  fimmtudag verður hann í gráum bómullar stuttermabol með svörum kraga frá Ashworth, á föstudag í fjólubláum bol með fjólubláum kraga; á laugardaginn í ljósfjólubláum bol og á sunnudaginn í hvítum bol.   Við bolina verður hann í dökkum buxum.

Eins verður Rose í Adidas golfskóm.

Bolina er hægt að kaupa og kosta þeir á bilinu 90-95 dollara í Bandaríkjunum eða u.þ.b. 12.000,- stykkið.