Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 17:30

Fannar Ingi stendur sig best af íslensku þáttakendunum á European Young Masters

Íslensku keppendurnir á European Young Masters sem fram fer á Hamburger Golf Club hafa þurft að þola misgott veður á fyrsta keppnisdegi mótsins en fresta þurfti mótinu um þrjá tíma vegna þrumuveðurs. Fjórir íslenskir keppendur eru meðal þátttakenda á mótinu en það eru þau Saga Traustadóttir, GR, Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Henning Darri Þórðarson, GK og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Þær Saga og Ólöf María náðu ekki að klára hringinn sinn í dag vegna frestunarinnar. Fannar Ingi er sem stendur í 9. sæti og Henning Darri er í 12. sæti, enn eiga einhverjir eftir að klára sinn hring, hægt er að fylgjast með skori keppenda. Skor hjá stúlkum má finna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Yngstu og elstu keppendur

Yngstu keppendurnir í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik koma að þessu sinni bæði úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Yngsti þátttakandinn í mótinu er Ingvar Andri Magnússon, GR, en hann er fæddur 29. september 2000 og því aðeins 13 ára. Yngst í kvennaflokki er Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR,  en hún er fædd 5. janúar 1999 og varð því 15 ára snemma á árinu. Elstur í mótinu í karlaflokki er margfaldur Íslandsmeistari í höggleik, Björgvin Þorsteinsson, GA, 61 árs og í kvennaflokki er það Þórdís Geirsdóttir, GK, 48 ára.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 16:56

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Birgir Leifur efstur í karlaflokki – Ragnhildur og Valdís Þóra efstar af konunum e. 1. dag

Fimmta mót Eimskipsmótaraðarinnar – Íslandsmótið í höggleik – hófst í dag á Leirdalsvelli hjá GKG. Keppni í kvennaflokki er lokið í dag. Efstar og jafnar eftir 1. daginn hjá konunum eru Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Báðar léku þær á 4 yfir pari, 75 höggum. Þriðja sætinu deila Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, á 5 yfir pari, 76 höggum hvor. ————————- Birgir Leifur Hafþórsson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er sem stendur efstur í karlaflokki á  Íslandsmótinu. Birgir Leifur lék í dag á 5 undir pari, glæsilegum 66 höggum, og erfitt að sjá að nokkur jafni við hann, hvað þá fari fram úr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón R. Hrafnkelsson – 24. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón R. Hrafnkelsson. Sigurjón fæddist  24. júlí 1963 og á því 51 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Doug Sanders, 24. júlí 1933 (81 árs);  Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (42 ára – japanskur spilar aðallega á japanska PGA); Jordi Garcia, 24. júlí 1985 (29 ára)  …… og …….. Einar Bergmundur (54 ára) Björn Ólafur Ingvarsson (45 ára) Axel Þórarinn Þorsteinsson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 12:00

GKJ: Hildur Ósk fékk ás!

Í dásamlegu veðurblíðunni á Hlíðarvelli á þriðjudaginn sló Hildur Ósk Ólafsdóttir draumahöggið á 12. braut. Það er frábært afrek hjá þessum nýliða í golfi :). Golf 1 óskar Hildi Ósk innilega til hamingju með ásinn!  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 11:15

GD: Golfleikjaskólinn með 2 daga námskeið um Verslunarmannahelgina hjá GD

Golfklúbburinn Dalbúi Laugarvatni mun verða með tveggja daga byrjendanámskeið um Verslunarmannahelgina 2.-3. ágúst n.k. Tveir hópar verða í gangi, þ.e. kl.10-12 og kl. 13-15 – hámark 10 nemendur í hópi. Lágmark 6. Námskeiðsgjald er 5.000.- kr. á mann. Innifalið: 2×2 klst. kennsla, kylfur og boltar að láni. Námskeiðið er skipulagt af Önnu Díu hjá Golfleikjaskólanum www.golfleikjaskolinn.is og U.S.Kids krakkagolfskólanum www.krakkagolf.is Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið hjá golfklúbbnum Dalbúa því aðeins 10 nemendur komast að í hvorn hóp. Við hvetjum alla til að skrá sig á dalbui@dalbui.is eða í síma 8562918.  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: M2 Russian Open hófst í dag – Fylgist með á skortöflu!!!

Mót vikunnar á Evróputúrnum er M2 Russian Open, sem fer fram á Tsleevo golfvellinum nálægt Moskvu. Tsleevo er Jack Nicklaus hannaðaur völlur. Snemma dags deila hvorki fleiri né færri en 7 kylfingar efsta sætinu, sem allir hafa spila á 5 undir pari 67 höggum: Jack Wilson frá Ástralínu, Oliver Bekker og Louis de Jager frá S-Afríku, Thomas Pieters frá Belgíu, Maximilian Kiefer frá Þýskalandi, Gaganjeet Bhullar frá Indlandi og Rikard Karlberg frá Svíþjóð. Staðan á e.t.v. eftir að breytast því þó nokkrir eiga eftir að ljúka leik. Til þess að fylgjast með stöðunni á M2 Russian Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 10:00

Jacklin hélt upp á 70 ára afmælið með stæl

Tony Jacklin átti 70 ára stórafmæli 7. júlí s.l. en hann fæddist þann dag 1944, sjá afmælisgrein Golf1.is um kappann með því að SMELLA HÉR: Hann hélt upp á afmæli sitt með stæl deginum áður á Belfry. Kvöldið hófst með kampavínsmóttöku og síðan tók við þríréttuð máltíð. Margir frægir kappar héldu ræður til heiðurs afmælisbarninu, en Jacklin er besti breski kylfingur sinnar kynslóðar og vann m.a. 2 risatitla á ferli sínum og var Ryder bikars fyrirliði Evrópu. Heiðursgestur í afmæli Jacklin var Jack Nicklaus en margt annarra frægra gesta var mætt til að halda upp á daginn með Jacklin

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 08:00

GKS: Ólína Þórey og Jóhann Már sigruðu á BÁS-mótinu

Opna BÁS mótið var haldið sunnudaginn, 20. júlí s.l.  í brakandi blíðu, sól og hiti um 18 gráður. 17 keppendur mættu til leiks og var keppt í karla- og kvennaflokki. Úrslit urðu eftirfarandi: Karlar: 1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS með 38 punkta 2. sæti Daníel Gunnarsson GÞ með 37 punkta. 3. sæti Þröstur Ingólfsson GKS með 36 punkta Konur: 1. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS með 37 punkta 2. sæti Ásta Mósesdóttir GR með 29 punkta 3. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 29 punkta Einnig voru veitt nándarverðlaun á holu 1 og 8 og lengsta teighögg á 5. Nándarverðlaunin hlutu Gígja Kristbjörnsdóttir GHD og Jóhann Már GKS. Lengsta teighöggið Lesa meira