Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er því 24 ára í dag. Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar.  Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University  2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum. Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila til þess að spila á LPGA móti, the Wegmans LPGA. Það munaði 4 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 11:00

LET: Sberbank Ladies Masters hófst í dag

Í dag hófst í Prag í Tékklandi Sberbank Ladies Masters. Snemma dags eru 4 sem leiða á 5 undir pari, hver þ.e. Nikki Garrett frá Ástralíu; Julie Greciet; Amy Boulden og Pamela Prestwell. Fylgjastm má með gangi mála á Sberbank Ladies Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 10:36

Evróputúrinn: Horsey efstur í hálfleik M2 Russian Open snemma dags

Enski kylfingurinn David Horsey er efstur sem stendur á Tsleevo vellinum á M2 Russian Open mótinu sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Horsey er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (65 68) og ótrúlegt jafnvel á þessari stundu að nokkur eigi eftir að fara fram úr honum, þó margir eigi eftir að ljúka 2. hring. Fylgjast má með gangi mála á M2 Russian Opne með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 10:00

PGA: Petrovic og Putnam deila 1. sæti e. 1. dag RBC Canadian Open

RBC Canadian Open er mót vikunnar á PGA mótaröðinni, en mótið fer fram á bláa velli Royal Montreal golfklúbbsins. Í efsta sæti eftir 1. dag eru Tim Petrovic og Michael Putnam.  Báðir léku 1. hring á 6 undir pari 64 höggum. Í 2. sæti, 1 höggi á eftir eru Kyle Stanley og kanadíski kylfingurinn Taylor Pendrith á 5 undir pari, 65 höggum. Fremur óþekktir kylfingar á toppnum, en þeir þekktari eru einfaldlega mun neðar á skortöflunni t.a.m. er Charl Schwartzel einn af 11 kylfingum, sem deila 5. sæti og koma næstir  á 4 undir pari;  Jim Furyk er einn af 16 kylfingum sem deila 16. sætinu á 3 undir pari; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2014 | 08:00

Rickie Fowler öruggur í Ryder bikars lið Bandaríkjanna

Eftir frábæran 2. sætis árangur sinn á Opna breska er Rickie Fowler öruggur í Ryder bikars liði Bandaríkjanna, sem keppir á móti liði Evrópu í Gleneagles n.k. september. Listi þeirra 9 sem hljóta sjálfkrafa sæti í liðinu liggur ekki fyrir fyrr en eftir PGA Championship mótið.   Rickie er hins vegar svo ofarlega á listanum að telja verður hann öruggan í liðið. Sem stendur lítur liðið svona út en feitletraðir eru þeir 9 kylfingar sem eru öruggir í liðið að svo komnu – hinir  3 eru þeir sem eru næstir inn, en í raun velur fyrirliðinn Tom Watson þá:  1. Bubba Watson 2. Jimmy Walker 3. Rickie Fowler 4. Jim Furyk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 22:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Rástímar 2. dag

Rástímar á 2. degi Íslandsmótsins í golfi, sem er í dag, 25. júlí 2014 eru eftirfarandi:  07:30 2604834639 Birgir Guðjónsson GR 1.3 1303922029 Ari Magnússon GKG 2.8    07:40 1112673839 Helgi Anton Eiríksson GSE 2.7 1602715829 Sigurbjörn Þorgeirsson GÓ 1.4 2606864109 Haukur Már Ólafsson GKG 1.6  07:50 2002912129 Theodór Emil Karlsson GKJ 1.7 1212942309 Benedikt Sveinsson GK 1.9 2810902599 Pétur Freyr Pétursson GKB 2.1  08:00 2104695679 Jón Karlsson GHG 2.5 1402992439 Arnór Snær Guðmundsson GHD 1.8 1011683959 Sigurjón Arnarsson GR 2.3  08:10 3003683959 Ólafur Hreinn Jóhannesson   2.0 2606952829 Benedikt Árni Harðarson GK 2.9 0202932179 Gísli Þór Þórðarson GR 2.5  08:20 0711882139 Davíð Gunnlaugsson GKJ 1.3 1811902139 Alexander Aron Gylfason Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 22:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Forseti GSÍ lauk 1. hring á 9 yfir pari

Forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, GO og GF, hefir vakið athygli fyrir að taka þátt í aðal- og stærsta móti ársins meðal kylfinga, Íslandsmótinu í höggleik. Þetta er í fyrsta sinn frá því að Íslandsmótið hætti að vera flokkaskipt, sem forseti GSÍ tekur þátt í Íslandsmótinu í golfi. Haukur Örn er enda frambærilegur kylfingur, með 4,1 í forgjöf, 5. lægstu forgjöf í aðalklúbbnum sínum, GO og hefir margoft sigrað í stéttarmótum sínum, meðal lögmanna, s.s. fjölmargir bikarar á skrifstofu hans bera vitni um. Haukur Örn sagði fyrir Íslandsmótið lítið hafa æft og markmiðið hjá sér væri að komast í gegnum niðurskurð, a.m.k. yrði hann afar sáttur ef það tækist. Eftir 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 21:00

Champions Tour: Langer efstur e. 1. dag British Senior Open e. hring upp á 65 högg!!!

Bernhard Langer er efstur á British Senior Open eftir hring upp á 6 undir pari, 65 högg í dag á Royal Porthcawl í Wales, þar sem mótið fer fram. Langer fékk fugl á 3., 4., 6. og 8. holurnar og fór í 5 undir pari þegar hann fékk líka fugl á löngu 13. holuna.  Hann missti högg á 16. holu en náði því strax aftur með fuglum á síðustu tveimur holunum. „Sex undir er mjög ánægjulegt,“ sagði Langer. „Ég spilaði skynsamlega, sumar holur vel aðrar frábærlega.“ „Ég hélt mér frá glompunum og úr kálinu og gaf sjálfum mér tækifæri.  Og ég er ánægður með fugl-fugla endinn.“ Langer er að reyna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 20:00

Guðmundur Oddsson: Lætur sig dreyma um góðviðri og fjölmenni á Íslandsmótinu

Guðmundur Oddsson formaður GKG lætur sig dreyma um góðviðri og fjölmenni á Íslandsmótinu í höggleik en ítarlegt viðtal er við Guðmund í 3. tbl. tímaritsins Golf á Íslandi sem kom út í þessari viku. Formaðurinn hafði í mörg horn að líta þessa dagana þar sem að Íslandsmótið í golfi hófst í dag, fimmtudaginn, á Leirdalsvelli en skólastjórinn fyrrverandi úr Kársnesskóla í Kópavogi, sér á hverjum degi eftir því að hafa ekki byrjað í golfíþróttinni fyrr á ævinni, en hann hefur gegnt embætti formanns Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í níu ár. Guðmundur segir að margir hafi undrast þegar hann hafi sótt um að GKG fengi að halda Íslandsmótið í höggleik árið Lesa meira