Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Rástímar 1. dag
Hér á eftir fara rástímar á 1. degi Íslandsmótsins í höggleik, sem hefst eftir 30 mínútur á Leirdalsvelli í Kópavogi. Þátttakendur í ár eru 139 þ.e. 33 kvenkylfingar og 106 karlkylfingar. Hvað rástímana varðar gildir reglan „damene först“ þ.e. kvenkylfingarnir eru ræstir út fyrst og við hæfi að mótið hefji sú, sem oftast hefir orðið Íslandsmeistari kvenna í höggleik af þátttakendum (1995, 1998, 2003, 2005), þ.e. nýkrýndur Íslandsmeistari 35+, Ragnhildur Sigurðardóttir og slái fyrsta höggið í mótinu. 07:30: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR – Ólafía Þ. Kristinsdóttir, GR -1.2 – Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. 07:40 : Ingunn Einarsdóttir, GKG – Berglind Björnsdóttir, GR – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. 07:50: Helga Kristín Einarsdóttir, NK – Anna Sólveig Snorradóttir, GK – Sunna Víðisdóttir, Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ólafur Björn sigraði í „léttum leik“ GSÍ
Í dag var haldinn blaðamannafundur í aðdraganda Íslandsmótsins í höggleik, sem hefst á morgun. Fundinn sóttu m.a. Íslandsmeistarar í höggleik karla og kvenna 2013, Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Sunna Víðisdóttir, GR, auk Ólafs Björns Loftssonar, NK; Þórðar Rafns Gissurarsonar, GR og Heiðars Davíðs Bragasonar, GHD. Að fundi loknum tóku kylfingar þátt í „léttum leik“ eins og GSÍ kynnti keppni milli ofangreindra 5 kylfinga í hver þeirra kæmist næst holu af 100 metra færi á 18. holu Leirdalsvallar hjá GKG. Sá sem sigraði í keppninni var Ólafur Björn Loftsson, en hann sló næst pinna þ.e. 64 cm. Við höggið notaði Ólafur Björn 48° fleygjárn. Hér má sjá nokkrar myndir af leiknum Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun!
Íslandsmótið í höggleik 2014 fer fram dagana 24.-27. júlí og er þetta í 72. skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitla í golfi. Líkt og áður er mótið hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar og ber auk þess heitið Eimskipsmótið. Í ár fer Íslandsmótið fer fram á Leirdalsvelli og sér Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar um framkvæmd mótsins. Á þessu ári fagnar Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tuttugu ára afmæli sínu en klúbburinn var stofnaður 24. mars 1994. Í upphafi hafði klúbburinn níu holur til afnota, en árið 1996 voru teknar í notkun níu holur til viðbótar og árið 2007 voru teknar í notkun níu holur í landi Kópavogs og var völlurinn þá kominn í þá stærð Lesa meira
GÖ: Þórir Baldvin Björgvinsson klúbbmeistari 2014
Meistararmót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram dagana 17.-19. júlí 2014. Þátttakendur í ár voru 82. Klúbbmeistari GÖ 2014 er Þórir Baldvin Björgvinsson og Hafdís Helgadóttir sigraði í 1. flokki kvenna. Úrslit í meistaramóti GÖ 2014 eru eftirfarandi: Konur 50+ 1 Soffía Björnsdóttir GÖ 17 12 91 59 150 36 2 Þuríður Jónsdóttir GÖ 18 12 91 63 154 40 3 Björk Ingvarsdóttir GÖ 13 12 97 66 163 49 4 Anna J Jónsdóttir GÖ 26 12 108 78 186 72 Meistaraflokkur karla 1 Þórir Baldvin Björgvinsson GÖ 2 12 72 49 121 7 2 Björn Andri Bergsson GÖ 6 12 79 49 128 14 3 Ragnar Baldursson GR 6 12 80 50 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Harris English —- 23. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Harris English. Harris fæddist 23. júlí 1989 og er því 25 ára í dag! Harris þykir með hávaxnari mönnum á PGA en hann er 1,91 m á hæð. Hann spilar á PGa Tour og hefir sigrað tvívegis þar í fyrra skiptið á St. Jude Classic, 9. júní 2013 og síðan á OHL Classic í Mayakoba, 17. nóvember 2013. Sjá má kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (56 ára); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (42 ára); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (41 árs); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (33 Lesa meira
GV: Sara og Örlygur Helgi klúbbmeistarar
Dagana 9.-12. júlí s.l. fór fram meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þátttakendur í ár voru 51. Klúbbmeistarar GV 2014 eru Örlygur Helgi Grímsson og Sara Jóhannsdóttir. Úrslit í meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja 2014 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla 1 Örlygur Helgi Grímsson GV 0 F 37 38 75 6 72 69 72 75 288 12 2 Rúnar Þór Karlsson GV 3 F 34 36 70 1 72 75 77 70 294 18 3 Gunnar Geir Gústafsson GV 3 F 38 35 73 4 80 72 72 73 297 21 4 Einar Gunnarsson GV 5 F 37 38 75 6 77 72 79 75 303 27 5 Hallgrímur Júlíusson GV 5 F 35 37 72 Lesa meira
Barkley slær með 1 hendi
Sveifla körfuboltasnillingsins Charles Barkley hefir verið milli tannanna á golffréttariturum og geysivinsælt fréttaefni, því enginn þykir öruggur á golfvelli þar sem Barkley-inn er nærri! Vert er að rifja upp eitt dæmi um skelfilega sveiflu Barkley með því að SMELLA HÉR: Sveifla Barkley hefir verið talin meðal þeirra skrítnustu í allri sögu golfsins, sjá m.a. eftirfarandi myndseið SMELLIÐ HÉR: Nú um daginn frumsýndi Barkley hins vegar nýja og „bætta“ sveiflu sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Þar slær Barkley með 1 hendi!
Rory með nýja kærustu?
Sigurvegari Opna breska, Rory McIlroy, var með nýja dömu upp á arminn í gær, en hann og írska módelið Sasha Gale eru í breskum slúðurblöðum sögð hafa verið að deita sl. 5 vikur. Vangaveltur voru uppi um hvort nýja konan í lífi Rory væri undirfatamódelið Nadia Forde, en bæði hafa borið það tilbaka. Rory og Sasha Gale sáust á innkaupaferð í Belfast í gær, þar sem þau borðuðu m.a. saman líka. Sasha, sem er módel og fyrrum flugfreyja hjá British Airways var í hvítri blússu og kremlituðu pilsi með £200 Armani handtösku, þegar ljósmyndarar tóku mynd af parinu þar sem þau gengu að bíl Rory. Sasha er þekkt fyrir að Lesa meira
Sergio Garcia: „Ég gerði allt sem ég gat til að ná Rory“
Sergio Garcia var í heimspekilegu stuði á sunnudag eftir að hafa orðið í 2. sæti á Opna breska ásamt Rickie Fowler. Þetta er í 4. skiptið sem hann landar 2. sætinu í risamóti á ferlinum, en Garcia á enn eftir að sigra í risamóti. Garcia lék á glæsilegum 6 undir pari 66 höggum og var samtals á 15 undir pari, 273 höggum, en þeir báðir, Rickie og hann voru engu að síður 2 höggum á eftir Rory. „Mér fannst ég spila vel. Mér fannst ég gera allt sem ég gat og það var samt betri leikmaður hér (í mótinu). Svo einfalt er það.“ „Ég reyni að líta á það jákvæða Lesa meira
LPGA: Lydia Ko sigraði á Marathon Classic mótinu
Það var ný-sjálenski unglingurinn Lydia Ko, sem stóð uppi sem sigurvegari á Marathon Classic mótinu, sem er mót á bandarísku LPGA mótaröðinni. Sigurskor Lydiu var 15 undir pari, 269 högg (67 67 70 65). Þetta er 4. sigur hinnar 17 ára Ko á LPGA. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir var So Yeon Ryu og í 3. sæti varð Christie Kerr. Til þess að sjá lokastöðuna á Marathon Classic SMELLIÐ HÉR:










