Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 07:00

Toyota: Bíll í verðlaun f. ás!!!

Í dag, 28. maí 2015,  fer fram skemmtilegur leikur í verslun ZO-ON í Kringlunni.

Þeir sem eru með 5 eða hærra í forgjöf geta keppt í 4 forgjafarflokkum: Flokkur 1: 5-10; Flokkur 2: 10-15; Flokkur 3: 15-20 og Flokkur 4 20 og yfir.

Þeir fjórir sem verða efstir í hverjum flokk komast áfram í aðalkeppnina og eiga þá möguleika á að vinna Toyota Aygo Xplay að verðmæti 2.230.000,-

Aðalkeppnin fer síðan fram á Sæbrautinni 30. maí kl. 10-14. Keppendur munu slá út á sjó á 200 m braut. Sá fyrsti sem fer holu í höggi verður eigandi nýrrar Toyota Aygo Xplay.

Einnig verður opin 150 m braut fyrir gesti og gangandi og eiga þeir sem taka þátt möguleika á að vinna inneign í verslunum ZO-ON að verðmæti 500.000,-

unnamed-1