Lægsta skorinu sínu náði Dónald á Vestmannaeyjavelli.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 07:15

Eimskipsmótaröðin 2015: Rástímar f. Securitasmótið í Eyjum

Leiknar verða 36 holur á fyrsta keppnisdeginum á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst á föstudaginn 29. maí í Vestmannaeyjum.

Stefnt er að því að þriðji hringurinn verði leikinn laugardaginn 30. maí og verður ræst út frá kl. 6.00 þann dag. Þetta er gert vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir laugardaginn.

Lokaákvörðun um framvindu mótsins verður tekin þegar veðurspár skýrast enn frekar.
Rástímana á fyrsta keppnisdeginum má sjá með því að SMELLA HÉR: 
Föstudagur:
1. hringur. Rástímar: 07:30 – 12:00, ræst út á 1. og 10. teig.

Föstudagur:
2. hringur. Rástímar: 13:30 – 18:00, ræst út á 1. og 10. teig.

Laugardagur / Sunnudagur:
3. hringur. Rástímar frá kl. 06:00. Ræst út frá á 1. og 10. teig.