Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2022 | 00:30

PGA: Horschel sigraði á Memorial

Það var Billy Horschel, sem sigraði á Memorial móti Gullna Björnsins.

Mótið fór að venju fram í Dublin, Ohio að þessu sinni dagana 2.-5. júní 2022.

Sigurskor Horschel var 13 undir pari, 275 högg (70 68 65 72).

Í 2. sæti varð Aaron Wise, 4 höggum á eftir Horschel þ.e. á samtals 9 undir pari (70 69 69 71).

Sjá má lokastöðuna á Memorial með því að SMELLA HÉR: