NGL: Andri Þór varð í 8. sæti á Thisted Forsikring Championship
Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í móti á Ecco mótaröðinni, sem er hluti af Nordic Golf League (skammst. NGL), þ.e. Thisted Forsikring Championship. Þetta voru þeir: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GKG. Andri Þór náði þeim glæsilega árangri að landa 8. sætinu í mótinu; en hann lék á samtals 2 undir pari, 211 höggum (72 70 69). Axel varð T-20 á samtals 2 yfir pari (72 67 76) og Bjarki varð T-35 á samtals 6 yfir pari (71 74 74). Mótið fór fram dagana 1.-3. jún í 2022 í Aalborg Golf Klub í Álaborg, Danmörku. Sjá má lokastöðuna á Thisted Forsikring Championship með því að Lesa meira
LET: Guðrún Brá varð T-63 á Opna ítalska
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK lauk keppni á Italy Ladies Italian Open presented by Regione Piemonte, en mótið stóð 2.-4. júní 2022. Mótsstaður var Golf Club Margara – Fubine Monferrato, Alessandria á Ítalíu. Guðrún Brá lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (72 75 79) og varð T-63 þ.e. deildi 63. sætinu með Thaliu Martin frá Englandi. Sigurvegari mótsins varð hin svissneska Morgane Metraux, en hún lék á samtals 10 undir pari, 206 höggum (67 70 69). Sjá má lokastöðuna á Opna ítalska að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kári Þór Guðmundsson – 4. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Kári Þór Guðmundsson. Kári Þór er fæddur 4. júní 1987 og á því 35 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Kári Þór Guðmundsson – Innilega til hamingju með 35 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sandra Haynie, 4. júní 1943 (79 ára); Sandra Post, 4. júní 1948 (74 ára); Kári Þór Guðmundsson, 4. júní 1987 (35 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira
LET: Guðrún Brá T-45 e. 2. dag Opna ítalska kvennamótsins
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tekur þátt í móti vikunnar á LET, sem er Ladies Italian Open. Mótið fer fram í Golf Club Margara – Fubine Monferrato, Alessandria á Ítalíu dagank 2.-4. júní 2022. Guðrún Brá er búin að spila á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (72 75) og er sem stendur T-45. Hin suður-afríska Lee Ann Pace er í forystu fyrir lokahringinn á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Sjá má stöðuna á Opna ítalska kvennamótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
Opna bandaríska risamót kvenna 2022: Lee og Harigae leiða í hálfleik
Nú er Opna bandaríska kvenrisamótið (ens.: United States Women´s Open Championship) hálfnað. Þetta er í 76. sinn sem þetta elsta risamót kvennagolfsins fer fram; að þessu sinni á Southern Pines golfvellinum í Norður-Karólínu. Mótinu var komið á laggirnar 1946. Í háfleik eru það þær Minjee Lee frá Ástralíu og Mina Harigae frá Bandaríkjunum, sem leiða, en báðar eru búnar að spila á samtals 9 undir pari. Þær hafa 2 högga forskot á hina sænsku Önnu Nordqvist og Hye-Jin Choi frá S-Kóreu, en báðar hafa þær samtals spilað á 7 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Mina Lesa meira
Danielle Kang með æxli í hrygg
Samkvæmt Instagram færslu frá bróður Danielle Kang , sem er nr. 12 á Rolex-heimslista kvenna, er systir hans með æxli í hryggnum. Alex Kang, bróðir Danielle Kang, birti fréttirna sl. fimmtudaginn þegar Daníelle hóf keppni á Opna bandaríska kvennrisamótinu á Pine Needles. Instagramfærsa Alex var svohljóðandi: „@daniellekang looking good! Play well this week at the @uswomensopen only person I know to be playing with a tumor in her spine…. So determined ❤️“ Danielle svaraði færslunni með: „Best brother.“ Danielle er búin að spila á samtals 3 yfir pari, 144 höggum (74 71) og rétt slapp gegnum niðurskurð. Hún var spurð eftir hringinn í dag um æxlið, en hún vildi lítiði tjá sig Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Elísa Rún Gunnlaugsdóttir – 3. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Elísa Rún Gunnlaugsdóttir. Elísa Rún er fædd 3. júní 1997 og á því 25 ára stór-afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér: Elísa Rún Gunnlaugsdóttir – 25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hale Irwin, 3. júní 1945 (77 ára); Á Grænni Grein , 3. júní 1953 (69 ára); Baldvin K Baldvinsson, GO, 3. júní 1967 (55 ára); Ásgeir Ingvarsson, GKG, 3. júní 1977 (45 ára); Axel Bóasson, GK, 3. júní 1990 (32 ára); Elísa Rún Gunnlaugsdóttir, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford —— 2. júní 2022
Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og lést 3. febrúar 2015. Sjá með því að SMELLA HÉR: Hann hefði orðið 100 ára í dag. Charles Sifford Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs. Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá því. Sifford sigraði 1957 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Dagmar Una Ólafsdóttir – 1. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Dagmar Una Ólafsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1981 og því 41 árs afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Dagmar Unu til hamingju með afmælið hér að neðan Dagmar Una Ólafsdóttir – 41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (62 ára); Rafnkell Guttormsson, 1. júní 1970 (51 árs); Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (44 ára) kólombísk á LPGA;Hansína Þorkelsdóttir, GM, 1. júní 1979 (42 ára); Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (33 árs) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (31 árs); Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Valgerður Oddsdóttir – 31. maí 2022
Afmæliskylfingur dagsins, Laufey Valgerður Oddsdóttir er fædd 31. maí 1958 og því 64 ára afmæli í dag!!! Laufey er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Laufeyju til hamingju með daginn hér Laufey Oddsdóttir, 64 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Árni Sófusson, 31. maí 1946 (76 ára); Laura Zonetta Baugh, 31. maí 1955 (67 ára); Helga Rún Guðmundsdóttir, GL, 31. maí 1970 (52 ára); Janice Moodie, skosk, 31. maí 1973 (49 ára); David Chad Campbell, 31. maí 1974 (48 ára); Alejandra Llaneza, 31. maí 1988 (34 ára Er frá Mexíkó, spilar á LPGA) Lesa meira










